„Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:39 Hnúfubakur gleypti sjómann í Bandaríkjunum í gær. Þeir sluppu til allrar lukku báðir ómeiddir. Skjáskot Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna. Dýr Bandaríkin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira