„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 15:50 Reynir Traustason í dómsal, í málaferlum við Arnþrúði Karlsdóttir, ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Þeir vilja áfrýja málinu en Landsréttur snéri við dómi héraðs í meiðyrðamáli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu. vísir/vilhelm Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun. Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun.
Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira