„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 15:50 Reynir Traustason í dómsal, í málaferlum við Arnþrúði Karlsdóttir, ásamt lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni. Þeir vilja áfrýja málinu en Landsréttur snéri við dómi héraðs í meiðyrðamáli Reynis á hendur Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu. vísir/vilhelm Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun. Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá nú fyrir stundu sneri Landsréttur dómi sem féll yfir Arnþrúði Karlsdóttur í héraði þar sem hún hafði verið dæmd fyrir meiðyrði um Reyni Traustason. Í dómsorði er það meðal annars metið svo að Reynir hafi verið áberandi í störfum sínum sem blaðamaður undanfarin þrjátíu árin. „… og hafa hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar. Fyrir liggur að stefnda hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í máli nr. E-220/2013 dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.“ Svo segir meðal annars í niðurstöðukafla dómsorðs. Rýmra tjáningarfrelsi gagnvart Reyni en öðrum Reynir segir þetta engan veginn fá staðist, fráleitt í raun. „Dómarinn segir að mér hafi verið stefnt fyrir meiðyrði en ég var sýknaður af því öllu saman. Í öllum siðuðum samfélögum er sýknaður maður saklaus. ekki talað um að hann hafi verið kærður.“ Það sem hins vegar er verra að mati Reynis er að svo virðist sem ekki séu allir menn jafnir fyrir lögum. „Þetta þýðir að það má gagnvart mér og fleirum segja nánast hvað sem er meðan aðrir þegnar lúta öðrum lögmálum. Eg er svo svakalega opinber persóna að það má halda því fram að ég hafi drepið mann. En ef þetta er sagt um Palla rafvirkja eru þung viðurlög gagnvart því.“ Reynir utan laga og réttar Reynir segir, að höfðu samráði við lögmann sinn, að ekki sé um neitt annað að ræða en áfrýja málinu. En ekki er sjálfgefið að áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar fáist? „Það er önnur saga, þá er þetta bara þannig og þarf að skoða hvort við förum með þetta fyrir Evrópudómsstólinn. Hún dómarinn segir, jú, að ummælin séu á mörkunum og í því ljósi er felldur niður málskostnaður. Arnþrúður þarf að bera sinn málskostnað sjálf en dómurinn er einskonar núll núll. Svo koma þessi fáránlegu rök að af því að ég hafi verið hvassyrtur í gegnum tíðina og stefnt oft þá verði að rýmka tjáningarfrelsi þeirra sem tjá sig sérstaklega um mig. Ég er orðinn sér kapítuli í þessu landi, utan við lög og rétt,“ segir Reynir og telur þetta engan veginn standast skoðun.
Dómsmál Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira