Sumarblað Veiðimannsins komið út Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2021 10:47 Eftirvænting veiðimanna fyrir komandi veiðisumri vex nú með hverjum degi. Fyrstu löxunum hefur verið landað og Veiðimaðurinn er mættur á bakkann. Sumarblað Veiðimannsins sem hefur komið út í rúmlega 80 ár er fjölbreytt að vanda. Varpað er upp svipmynd af Elliðavatni þar sem veiðimenn geta orðið fullnuma í silungsveiðifræðunum, bara ef þeir velja réttu fluguna og kasta rétt! Veiðistaðalýsing af Flekkudalsá í Dölum er í blaðinu, sagt er frá nýrri ungmennadeild Stangaveiðisfélags Reykjavíkur og brugðið er upp svipmynd af nýjum stjórnarkonum SVFR en aldrei hafa fleiri konur setið í stjórn félagsins. Veiðimaðurinn lærir að veiða Varmá - Þorleifslæk betur en þar er hægt að veiða allt frá apríl og fram í október. Sjóbirting, urriða, bleikju og jafnvel lax. Galdralöppin er töfrandi silungsfluga og er saga hennar sögð. Fengsælar Sandárflugur eru einnig kynntar til leiks en veiðisumarið 2021 er fyrsta árið sem þessi dulmagnaða á er seld á almennum markaði. Þá veitir Klaus Frimor, stórveiðimaður og leiðsögumaður, góð ráð um hvernig hægt er að bæta köstin og ná betri árangri á bakkanum. Nú er rétti tíminn til að bæta kasttæknina og undirbúa næstu veiðiferð. Veiðimaðurinn er klár í slaginn en ýmislegt fleira er á borð borið í blaðinu. Veiðimaðurinn er nú í dreifingu til félagsmanna og áskrifenda en þeir sem geta ekki beðið ættu að skreppa í næstu veiðibúð, birgja sig upp fyrir sumarið og kippa með sér eintaki. Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Sumarblað Veiðimannsins sem hefur komið út í rúmlega 80 ár er fjölbreytt að vanda. Varpað er upp svipmynd af Elliðavatni þar sem veiðimenn geta orðið fullnuma í silungsveiðifræðunum, bara ef þeir velja réttu fluguna og kasta rétt! Veiðistaðalýsing af Flekkudalsá í Dölum er í blaðinu, sagt er frá nýrri ungmennadeild Stangaveiðisfélags Reykjavíkur og brugðið er upp svipmynd af nýjum stjórnarkonum SVFR en aldrei hafa fleiri konur setið í stjórn félagsins. Veiðimaðurinn lærir að veiða Varmá - Þorleifslæk betur en þar er hægt að veiða allt frá apríl og fram í október. Sjóbirting, urriða, bleikju og jafnvel lax. Galdralöppin er töfrandi silungsfluga og er saga hennar sögð. Fengsælar Sandárflugur eru einnig kynntar til leiks en veiðisumarið 2021 er fyrsta árið sem þessi dulmagnaða á er seld á almennum markaði. Þá veitir Klaus Frimor, stórveiðimaður og leiðsögumaður, góð ráð um hvernig hægt er að bæta köstin og ná betri árangri á bakkanum. Nú er rétti tíminn til að bæta kasttæknina og undirbúa næstu veiðiferð. Veiðimaðurinn er klár í slaginn en ýmislegt fleira er á borð borið í blaðinu. Veiðimaðurinn er nú í dreifingu til félagsmanna og áskrifenda en þeir sem geta ekki beðið ættu að skreppa í næstu veiðibúð, birgja sig upp fyrir sumarið og kippa með sér eintaki.
Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði