EM byrjar í dag: Svona verður EM undir leiðsögn Gumma Ben, Helenu og allra hinna sérfræðinganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 12:01 Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir munu stýra þættinum EM í dag, alla keppnisdagana á EM. Vísir/Vilhelm Vísir hefur undanfarin mánuð verið að telja niður í Evrópumótið í knattspyrnu en nú er komið að þessu. Opnunarleikur Ítala og Tyrkja fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm í kvöld. 24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira
24 þjóðir komust í úrslitakeppni Evrópumótsins og er þetta önnur keppnin sem svo margar þjóðir fá að vera með. Þetta þýðir að það verða leiknir 57leikir í keppninni næsta mánuðinn en úrslitaleikurinn fer fram þann 11. júlí næstkomandi. Þetta er óvenjuleg Evrópukeppni því hún er spiluð út um alla álfuna og alls fara leikirnir fara fram í ellefu löndum en Aserbaísjan og Rúmeníu hýsa leiki en landslið þeirra komust ekki á EM. Írland átti að vera tólfta þjóðin en missti leikina vegna sóttvarnarreglna í landinu. Hefjum upphitun í kvöld kl. 21:00 á Stöð 2 EM2020 #EURO2020 @helenaolafs @GummiBen pic.twitter.com/yZAu399olJ— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 10, 2021 Þjóðunum er skipt niður í sex fjögurra liða riðla þar sem tvö til þrjú lið komast áfram í sextán liða úrslitin. Liðin í tveimur efstu sætum hvers riðils eru örugg áfram í sextán liða úrslitin en fjögur lið með besta árangurinn í þriðja sæti komast líka áfram. Tvö lið með slakasta árangurinn í þriðja sæti sitja því eftir. Við tekur síðan útsláttarkeppni með sextán þjóðum þar sem þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn fara fram á Wembley leikvanginum í Englandi. Wembley mun hýsa alls átta leiki í keppninni eða mest allra. Það eru allir þrír leikir enska landsliðsins í riðlinum, tveir leikir í sextán liða úrslitum og loks þrjá síðustu leiki mótsins. Stöð 2 Sport mun sýna alla leikina í beinni á EM-stöðinni og það verður ítarleg umfjöllun um mótið alla leikdagana. Fyrir og eftir hvern leik mun tveir sérfræðingar velta fyrir sér komandi leik og fara svo yfir hann eftir að honum líkur. Klukkan níu á kvöldin er síðan kvöldþáttur EM í dag þar sem Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir fá til sín góða gesti. Opnunarleikur Ítalíu og Tyrklands er klukkan 19.00 í kvöld og er þetta eini leikur dagsins. Eftir það fara leikir fara fram á þremur tímum dagsins fyrstu tvær umferðir deildarkeppninna eða klukkan 13.00, klukkan 16.00 og klukkan 19.00. Eftir það fara leikirnir fram klukkan 16.00 og 19.00. Níu sérfræðingar mun hjálpa áhorfendur að melta það sem fer fram og er að fara fram í leikjunum á EM. Í hópnum eru bæði reyndir þjálfarar og reyndir leikmenn, núverandi og fyrrverandi, sem þekkja íþróttina út og inn. Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Sérfræðingarnir á EM verða eftirtaldir Arnar Sveinn Geirsson Atli Viðar Björnsson Ásgerður Stefanía Baldursdóttir Freyr Alexandersson Kjartan Henry Finnbogason Margrét Lára Viðarsdóttir Mist Edvardsdóttir Ólafur Kristjánsson Rúnar Páll Sigmundsson
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira