Telja Alþingi hafa brugðist með hálendisþjóðgarð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2021 16:41 Hér má sjá stærð hálendisþjóðgarðsins miðað við frumvarpið en þegar friðlýst svæði eru gullituð. Þjóðgarðurinn næði yfir 30% landsins. Ekkert virðist ætla að verða af afgreiðslu málsins á þessu þingi. Vísir Náttúruverndarsamtökin Landvernd saka Alþingi um að hafa brugðist nú þegar tillaga liggur fyrir um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð aftur til ríkisstjórnarinnar. Komið hafi verið í veg fyrir að mikilvægur áfangi í íslenskri náttúruvernd næðist. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að frumvarpi umhverfisráðherra um stofnun hálendisþjóðgarðs verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Þar með virðist ljóst að frumvarpið dagi uppi á þessu þingi. Stjórn Landvernar sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess í dag þar sem hún segir tillöguna um að senda málið aftur til ríkisstjórnarinnar vonbrigði. Stofnun þjóðgarðsins sé í sáttmála núverandi ríkisstjórnar. „Þingið hefur með framgöngu sinni hunsað stjórnarsáttmálann, látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum eins og væntingar stóðu til og komið í veg fyrir að hægt væri að ná mikilvægum áfanga í íslenskri náttúruvernd,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segist hafa átt von á því Alþingi færi vel og vandlega yfir allar umsagnir, lagfærði það í frumvarpinu sem betur mætti fara, svo víðtæk sátt gæti náðst um málið og gæfi svo þjóðinni Hálendisþjóðgarð í sumargjöf. Þær vonir hafi brugðist. „En málefnið er stærra en svo að getuleysi Alþingis nú stöðvi framvindu þess. Næsta víst er að þjóðin mun fá þann Hálendisþjóðgarð sem víðtækur stuðningur er við. Verkefnið bíður þeirra þingmanna sem fá umboð þjóðarinnar eftir næstu kosningar til Alþingis,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar.
Umhverfismál Alþingi Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Tengdar fréttir Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04 Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31 Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Stefnir í málþóf á Alþingi: Verðum hér í sumar ef þörf er á Það stefnir í málþóf um hálendisþjóðgarð á Alþingi sem þarf að taka til umræðu áður en málinu verður vísað aftur til ríkisstjórnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir þó að semja megi um ræðutímann ef samkomulag næst um þinglok. Hann sé hins vegar reiðubúinn til þess að verja sumrinu í þingsal. 10. júní 2021 12:04
Brenna inni með bunka af málum Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð. 9. júní 2021 14:31
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. 9. júní 2021 12:10