Birkir, Rooney og Pirlo költhetjur EM: „Líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 09:31 Birkir Már Sævarsson stóð í ströngu á móti Raheem Sterling á EM 2016. Getty/Alex Livesey Birkir Már Sævarsson er í hópi ellefu mestu „költhetja“ í sögu Evrópumótsins í fótbolta. Það er að minnsta kosti mat tímaritsins Four Four Two. Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Hetjurnar ellefu vöktu mikla aðdáun fyrir framgöngu sína á að minnsta kosti einu Evrópumóti, en þó ekki endilega fyrir mestu hæfileikana. Portúgalski markvörðurinn Ricardo er til að mynda í liðinu eftir að hafa tekið af sér hanskana í vítaspyrnukeppni gegn Englandi á EM 2004, varið spyrnu með berum höndum og svo skorað sigurmarkið. Petr Cech var samt besti markvörður mótsins. Birkir Már er í vörn liðsins með Þjóðverjanum Matthias Sammer og Englendingnum Stuart Pearce. Í umsögn um Birki segir að hann hafi pakkað Cristiano Ronaldo og Raheem Sterling saman á EM 2016, orðinn 31 árs gamall en á sínu fyrsta stórmóti. Enginn hafi einu sinni búist við því að sjá Ísland á stórmóti. Birkir Már Sævarsson fagnar sigrinum gegn Englendingum sem tryggði Íslandi sæti í 8-liða úrslitum á EM.Getty/Federico Gambarini Four Four Two segir að á milli þess sem að Birkir hélt aftur af Ronaldo og Sterling hafi hann reyndar skorað sjálfsmark (gegn Ungverjum) og þannig „líkt og eldfjall spúð reykjarmekki yfir litlar vonir íslenska liðsins“, sem hristi það hins vegar af sér og komst í 8-liða úrslit og átti Birkir ríkan þátt í því. „Það er ekki bara getan til að rísa strax upp aftur sem að við dáumst að hjá kæra Birki. Það er líka hæfileikinn til að dragast inn í sviðsljósið á stórri stund þjóðar fyrir framan alla heimsálfuna, líkt og drukkinn frændi í brúðkaupi sem kemur sér inn á allar myndir sem teknar eru. Við getum ekki beðið eftir því að sjá hver tekur þetta hlutverk að sér fyrir Finnland í sumar,“ segir einnig í umsögninni. Marcos Senna, Andrea Pirlo, Renato Sanches og John Jensen eru á miðjunni í liði költhetjanna, og fremstir eru þeir Wayne Rooney, Milan Baros og Hal Robson-Kanu. Greinina má lesa með því að smella hér. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira