1 dagur í EM: Frakkar unnu EM síðast þegar þær mættu sem heimsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:01 Frakkar fagna hér Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2000 en þeir voru þá bæði heims- og Evrópumeistarar á sama tíma. Getty/Laurent Baheux Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst á morgun 11. júní. Frakkar mæta á EM sem ríkjandi heimsmeistarar og það boðar gott fyrir þá. Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira
Frakkar eru heimsmeistarar frá því á HM í Rússlandi fyrir þremur árum og þeir fóru líka í úrslitaleik EM sumarið 2016. Frakkar eiga góða reynslu frá því að mæta á Evrópumót sem ríkjandi heimsmeistarar. Sumarið 2000 unnu Frakkar Evrópumótið eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn tveimur árum áður. Photo du jour EURO 2000 - L équipe de France avant la finale face à l Italie. pic.twitter.com/cTHrNa3UXa— Le Corner (@Le_Corner_) June 3, 2021 Frakkar unnu eftirminnilegan 3-0 sigur á Brasilíu í úrslitaleik HM í Frakklandi 1998 þar sem Zinedine Zidane skoraði tvívegis. Franska landsliðið hóf síðan undankeppni EM á því að gera 1-1 jafntefli á móti Íslandi á Laugardalsvellinum. Frakkar unnu samt riðilinn en lenti aftur á vandræðum með íslenska landsliðið í París þar sem Frakkar unnu á endanum nauman 3-2 sigur. Með þeim sigri tryggði franska landsliðið sig inn á EM ásamt því að Úkraínumenn náðu bara jafntefli á móti Rússum. Í úrslitakeppninni fóru Frakkar upp úr riðlinum þrátt fyrir tap á móti Hollendingum. Þeir unnu 2-1 sigur á Spánverjum í átta liða úrslitunum og svo 2-1 sigur á Portúgal í undanúrslitunum þar sem Zinedine Zidane skoraði gullmark í framlengingu. First EURO final you watched? David Trezeguet at EURO 2000 @FrenchTeam— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) March 10, 2021 Í úrslitaleiknum voru Frakkar undir á móti Ítölum fram á fjórðu mínútu í uppbótartíma en varamaðurinn Sylvain Wiltord tryggði liðinu framlengingu og þar skoraði varamaðurinn David Trezeguet Gullmark. Leikurinn var búinn um leið og boltinn þandi út netmöskvanna. Gullmörk í tveimur leikjum í röð færðu Frökkum þar sem Evrópumeistaratitilinn og fyrirliðinn Didier Deschamps lyfti EM-bikarnum aðeins tveimur árum eftir að hann lyfti HM-bikarnum. Zinedine Zidane var kosinn besti leikmaður keppninnar en Thierry Henry var markahæstur í franska liðinu á mótinu með þrjú mörk. Euro 2000 : et l'Italie reboucha le champagneVingt-et-un ans après la finale de l'Euro perdue sur le fil contre la France, les Italiens présents à Rotterdam, dont le sélectionneur Dino Zoff, racontent leur tragique soirée. Une cicatrice jamais refermée https://t.co/ZLgv947mmU pic.twitter.com/niT5u34SwN— L'ÉQUIPE (@lequipe) June 3, 2021 Markvörðurinn Fabien Barthez, varnarmennirnir Laurent Blanc, Marcel Desailly og Lilian Thuram sem og miðjumaðurinn Patrick Vieira voru einnig valdir í úrvalsliðið á mótinu ásamt þeim Zidane og Henry. Frakkar hafa ekki unnið Evrópumótið síðan en þeir unnu HM í fyrsta sinn síðan 1998 eftir að gamli fyrirliðinn Didier Deschamps tók við sem þjálfari. Deschamps á nú möguleika á að vinna bæði HM og EM gull sem bæði fyrirliði og þjálfari franska landsliðsins. Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ???? EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. 2 dagar í EM: Danir þurftu bara tvo sigurleiki til að vinna EM í „sumarfríinu“ sínu 3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan 9 dagar í EM: Óvæntustu Evrópumeistarar sögunnar höfðu aldrei unnið leik á stórmóti áður
Heimsmeistarar á EM í gegnum tíðina: England 1968 (Unnu HM 1966): 3. sæti Vestur-Þýskaland 1976 (HM 1974): Silfur Þýskaland 1992 (HM 1990): Silfur Frakkland 2000 (HM 1998): Evrópumeistari Ítalíu 2008 (HM 2006): Átta liða úrslit Spánn 2012 (HM 2010): Evrópumeistari Þýskaland 2016 (HM 2014): Undanúrslit Frakkland 2021 (Hm 2018): ????
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Sjá meira