Norðanáttir valdi því að júní verði kaldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2021 21:04 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við köldum júní. Vísir/Samsett Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að búast megi við því að júnímánuður verði nokkuð kaldur hér á landi, sökum norðanáttar sem verði ríkjandi. „Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“ Veður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
„Það hafa verið ríkjandi sunnanáttir og svo verður til morguns, það er síðasti dagurinn. Svo verða breytingar á föstudag, þá snýst hann í norðanátt og loftið verður þurrrara. Við fáum meiri kulda úr norðri,“ sagði Einar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að ef litið sé til veðurspár næstu daga sé norðanáttin ekki samfelld en að í stað þess að loftið komi sunnan úr höfum komi það að norðan. „Það skiptir miklu í júnímánuði, hvaðan loftið er að koma til okkar,“ segir Einar. Blár og kaldur blettur yfir landinu Einar segir að næsta vika, 14. til 21. júní sé útlit fyrir ríkjandi norðlægar áttir og djúpar lægðir fyrir sunnan landið. Mest verði rigningin líklega á norður- og austurhluta landsins. „Svo er bara að sjá áfram, ef maður skoðar þessi kort, þá eru meiri líkur en minni á því að norðanáttin sé ofan á. Þar með er kalt á landinu,“ segir Einar og bætir við að langtímaspáin gefi minni vísbendingu um úrkomu í mánuðinum. Síðasta vikan í spánni sem Einar vísar til er 28. júní til 5. júlí. Hann segir að þá megi sjá „vænlegan bláan, kaldan blett yfir landinu.“ „Ef það gerist að norðanátt er ríkjandi þá þekkjum við það á sumarveðráttunni að það er dumbungur og frekar svalt fyrir norðan, rigning annað slagið en þurrir dagar inni á milli en meiri sól sunnan heiða. Ágætis hiti að deginum en svalar nætur.“ Einar segir að einnig séu reiknaðar þriggja mánaða spár, sem gerðar séu einu sinni í mánuði. Honum hafi þó ekki tekist að lesa mikið úr þeirri nýjustu. Þær þriggja mánaða spár sem hann hafi séð fyrir sumarið hafi verið afar ólíkar. „Það er vísbending um það að það gangi ekkert að reikna svona langt fram í tímann, nema það að veðrið verði mjög breytilegt og við fáum eitthvað af öllu. Það gæti svo sem líka verið.“
Veður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira