Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fyrra. Málið hefur verið til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem lagði í morgun til að málinu yrði vísað þaðan þar sem ekki hefur tekist að klára það. vísir/Vilhelm Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira