Fyrstu laxarnir sjást í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2021 11:28 Fallegur nýgengin lax úr Langá sem veiddist í Dyrfljóti í fyrrasumar Mynd: KL Langá á Mýrum hefur oft verið talin sú á sem er með seingengin laxastofn en síðustu ár hefur það eitthvað breyst. Opnun Langár hefur ekki verið laxlaus og oftar en ekki er bara um prýðilega opnun á ánni með 10-15 laxa meðaltali. Fyrir fáum dögum sáust fyrstu laxarnir í veiðistaðnum Krókódíl sem er rétt 100 metra frá sjó og gefur það góða væntingu fyrir því að núna á fyrst stóra straum sumarsins mæti laxinn og vonandi þá í góðu magni. Langá er í frábæru júnívatni og það gerir opnunina ennþá meira spennandi en svona gott vatn hefur líklega ekki verið í henni síðan 2015. Undanfarin ár hefur hún verið undir sínu besta vatni í júní en blautir dagar og vikur undanfarið hafa breytt því til hins betra í Langá sem og öðrum ám á vesturlandi. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Opnun Langár hefur ekki verið laxlaus og oftar en ekki er bara um prýðilega opnun á ánni með 10-15 laxa meðaltali. Fyrir fáum dögum sáust fyrstu laxarnir í veiðistaðnum Krókódíl sem er rétt 100 metra frá sjó og gefur það góða væntingu fyrir því að núna á fyrst stóra straum sumarsins mæti laxinn og vonandi þá í góðu magni. Langá er í frábæru júnívatni og það gerir opnunina ennþá meira spennandi en svona gott vatn hefur líklega ekki verið í henni síðan 2015. Undanfarin ár hefur hún verið undir sínu besta vatni í júní en blautir dagar og vikur undanfarið hafa breytt því til hins betra í Langá sem og öðrum ám á vesturlandi.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Verðlaun fyrir skemmtilegar innsendar veiðifréttir Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði