Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 10:10 Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/samsett Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra. Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis var tekin úr sambandi í gær og fjölda þingfunda verður nú háttað eftir þörfum. Lokadagar þingsins verða nýttir til þess að afgreiða ókláruð mál en um fimmtíu stjórnarfrumvörp eru enn í nefndum. Þingflokksformenn funduðu tvisvar í gær þar sem reynt var að ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að klára. Ekki er komin niðurstaða og fundað verður aftur í dag. Eitt ókláraðra mála er frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta og sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að ólíklegt væri að það yrði klárað. „Eins og staðan er núna er nú ólíklegt að það nái í gegn vegna þess að það er ágreiningur í nefndinni. Það er búið að fá töluverða umfjöllun en það hefur ekki náðst niðurstaða sem samstaða er um,“ sagði Birgir Örfáir þingfundir eru eftir og mörg stór eru enn óafgreidd.vísir/Egill „Við auðvitað erum með langan lista af málum. Mörg þeirra og kannski flest eru í tiltölulega góðu samkomulagi og við vonumst til þess að klára þau á næstu dögum en svo eru nokkur álitamál sem við erum að glíma við og það er ekki komin niðurstaða í þau. En það er auðvitað ljóst að öll þau mál sem ríkisstjórnin hefur lagt fram verða ekki kláruð.“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, tók fram að ágreiningur um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta væri meðal stjórnarliða, en ekki stjórnarandstöðunnar. „Sem er súrt, vegna þess að þegar málið okkar var fellt í fyrra var gefið loforð um að málið yrði klárað nú á vorþingi,“ sagði Halldóra og vísaði til sambærilegs frumvarps Pírata sem var lagt fram og fellt í fyrra. „Það er orðið ljósara núna að það hafi aldrei staðið til að samþykkja þetta mál.“ Verði málið ekki afgreitt segir Halldóra að Píratar hyggist leggja fram eigið frumvarp. „Við erum með mál tilbúið, afglæpavæðingarmálið, sem við erum tilbúin að leggja fram og við viljum bara leggja það fram í staðinn,“ segir Halldóra.
Fíkn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira