Leikmenn smitaðir í liðum sem eiga að mætast á EM á mánudag Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 08:01 Dejan Kulusevski og Diego Llorente missa af leiknum mikilvæga á milli Svíþjóðar og Spánar á mánudagskvöld. Samsett/Getty Spánn og Svíþjóð eiga að mætast í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta á mánudagskvöld í Sevilla. Nú hafa tvö kórónuveirusmit greinst hjá hvoru liði. Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Sjá meira
Ljóst er að bæði lið verða án stjörnuleikmanns á mánudaginn. Sergio Busquets úr Barcelona var fyrstur til að greinast með veiruna og nú hefur félagi hans í spænska landsliðinu, Diego Llorente miðvörður Leeds, einnig greinst með hana. Hjá Svíum greindist Juventus-maðurinn Dejan Kulusevski með jákvætt sýni í gær. Hann hefur áður fengið Covid-19 en jafnvel þó að Kulusevski jafni sig fljótt þá er ljóst að hann missir af leiknum við Spán vegna reglna um einangrun. Læknir sænska liðsins kvaðst í gær binda vonir við að ekki myndu fleiri smitast en nú er komið í ljós að Mattias Svanberg, miðjumaður Bologna, er einnig smitaður. Skulu spila ef 13 leikmenn eru til taks UEFA ákvað að hver þjóð mætti velja 26 manna landsliðshóp fyrir EM, í stað 23 áður, til að bregðast við því ef að svona staða kæmi upp. Þar að auki mega liðin skipta út leikmönnum í neyðartilvikum á borð við það að leikmenn smitist af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum UEFA skulu lið spila leiki svo lengi sem að þau hafa 13 leikmenn, þar af einn markvörð, til taks. Luis Enrique, landsliðsþjálfari Spánar, kallaði á sex leikmenn til að koma saman í Madrid og vera tilbúnir að koma inn í spænska hópinn ef á þyrfti að halda. Það eru þeir Kepa Arrizabalaga, Raul Albiol, Carlos Soler, Brais Mendez, Pablo Fornals og Rodrigo Moreno. Þeir munu æfa með hluta af U21-landsliði Spánar sem hljóp í skarðið fyrir A-landsliðið í gærkvöld og mætti Litáen í vináttulandsleik, sem Spánn vann 4-0. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Sjá meira