Ragnhildur efst á Opna breska áhugamannamótinu | Til mikils að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 19:15 Ragnhildur Kristinsdóttir er í frábærri stöðu sem stendur. EKUSPORTS Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er sem stendur með tveggja högga forystu á næstu kylfinga eftir tvo hringi á Opna breska áhugamannamótinu sem nú fer fram í Kilmarnock í Skotlandi. Sigurvegari mótsins vinnur sér inn keppnisrétt á fjórum risamótum og því er til mikils að vinna. Ragnhildur átti mögulega sinn besta hring á ferlinum í dag þegar hún lék annan hring mótsins á 66 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins. Var hún eini kylfingurinn sem lék undir 70 höggum í dag. Þegar tveimur hringum er lokið er Ragnhildur á samtals sex höggum undir pari. Route 6 6 for Ragnhildur Kristinsdóttir The Icelandic player tops the leaderboard in strokeplay and books herself a place in the knockout stages Follow the live scoring here https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/ciCLECwS8y— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Hula Clara Gestsdóttir situr í 12. sæti mótsins á þremur höggum yfir pari og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er í 53. sæti á alls 11 höggum yfir pari. Alls eru leiknar 36 holur með svokölluðu höggleiksfyrirkomulagi. Eftir það fara 64 efstu kylfingar mótsins áfram í næstu umferð þar sem keppt er í holukeppni. Leiknar eru 18 holur þangað til komið er í úrslitaleikinn sjálfan en hann er 36 holur. An incredible 8 birdies today for Ragnhildur Kristinsdóttir Check out the stroke play leaderboard to see who is making the knockout stages https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/CaqUcMiTrj— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Sigurvegari mótsins tryggir sér keppnisrétt á fjórum risamótum: AIG-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian-meistaramótinu og Augusta National-meistaramótinu. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sigurvegari mótsins vinnur sér inn keppnisrétt á fjórum risamótum og því er til mikils að vinna. Ragnhildur átti mögulega sinn besta hring á ferlinum í dag þegar hún lék annan hring mótsins á 66 höggum eða sjö höggum undir pari vallarins. Var hún eini kylfingurinn sem lék undir 70 höggum í dag. Þegar tveimur hringum er lokið er Ragnhildur á samtals sex höggum undir pari. Route 6 6 for Ragnhildur Kristinsdóttir The Icelandic player tops the leaderboard in strokeplay and books herself a place in the knockout stages Follow the live scoring here https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/ciCLECwS8y— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Hula Clara Gestsdóttir situr í 12. sæti mótsins á þremur höggum yfir pari og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er í 53. sæti á alls 11 höggum yfir pari. Alls eru leiknar 36 holur með svokölluðu höggleiksfyrirkomulagi. Eftir það fara 64 efstu kylfingar mótsins áfram í næstu umferð þar sem keppt er í holukeppni. Leiknar eru 18 holur þangað til komið er í úrslitaleikinn sjálfan en hann er 36 holur. An incredible 8 birdies today for Ragnhildur Kristinsdóttir Check out the stroke play leaderboard to see who is making the knockout stages https://t.co/3TboCvNsyx pic.twitter.com/CaqUcMiTrj— The R&A (@RandA) June 8, 2021 Sigurvegari mótsins tryggir sér keppnisrétt á fjórum risamótum: AIG-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian-meistaramótinu og Augusta National-meistaramótinu.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira