Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júní 2021 15:53 Mál Manuelu verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum. Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Manuela Ósk sætir ákæru fyrir brot á 193. grein almennra hegningarlaga en henni hefur aldrei áður verið beitt í sams konar máli. Manuelu er gefið að sök að hafa svipt tvo barnsfeður sína valdi eða umsjón með börnum þeirra árið 2016. Annar barnsfeðranna er Grétar Rafn Steinsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu. Málið hófst þegar Manuela Ósk flutti með tvö börn sín til Los Angeles án þess að afla leyfi feðra þeirra. Fyrir dómstól í Los Angeles var úrskurðað að barnsfeðrum Manuelu yrðu fengin vegabréf barnanna og að þeir mættu flytja þau aftur til Íslands. Í því máli var Manuelu gefið að sök að hafa brotið gegn Haagsamningnum um ólögmætt brottnám barna. Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Ákvörðun Hæstaréttar um að veita ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi var tekin af fyrrverandi hæstaréttardómurum sem skipaðir voru vegna vanhæfis allra dómara réttarins. Halldór Þ. Birgisson, lögmaður Manuelu, segist ekki vita til þess að ástæða þess sé sú að dómararnir tengist málsaðilum á nokkurn hátt. Hann hafi hins vegar aldrei séð það að allir dómarar segi sig frá málinu. Hann segist bjartsýnn á að Hæstiréttur komist að sömu niðurstöðu í málinu og Landsréttur og héraðsdómur. Ákæruvaldið segir tilgang áfrýjunar vera að fá endurskoðun á niðurstöðu Landsréttar sem byggð er á skýringu eða beitingu lagareglna. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að 193. grein hegningarlaga væri einungis ætlað að tryggja rétt barns til umsjár og verndar forsjárforeldris síns. Manuela Ósk fer með sameiginlegt forræði annars barna sinna, en óljóst er hvort forræði hins sé sameiginlegt, og var því sýknuð af ákærunni fyrir Landsrétti. Ákæruvaldið telur ofangreinda túlkun réttarins ranga og að beita megi ákvæðinu í tilvikum þegar um er að ræða sameiginlega forsjá og annað foreldrið sviptir hitt foreldrið valdi og/eða umsjá yfir barni. Þá telur ákæruvaldið jafnframt að beita eigi ákvæðinu óháð því hvort foreldrið sem sviptir hitt umsjá sé aðalumönnunaraðili barnsins eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var Manuela Ósk sögð fara með sameiginlegt forræði beggja barna sinna. Þá stóð einnig að Manuela hafi verið dæmd brotleg fyrir brot gegn Haagsáttmálanum.
Dómsmál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40 Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Manuela segist hafa misskilið reglurnar Manuela Ósk Harðardóttir hafnar því að hafa á nokkurn hátt dregið úr eða tálmað með öðrum hætti að feður barnanna gætu átt í góðum samskiptum við börnin sín. 12. maí 2017 16:40
Barnsfeður Manuelu fengu börnin aftur heim til Íslands Dómstóll í Los Angeles komst að þeirri niðurstöðu á miðvikudag að fyrirsætan og fatahönnuðurinn hefði brotið Haagsamninginn með því að flytja með börn sín tvö til Bandaríkjanna síðastliðið haust. 12. maí 2017 13:15