Fótbolti

„Að sjá De Bru­yne í mat­salnum var há­punktur dagsins“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kevin De Bruyne með Englandsmeistarabikarinn.
Kevin De Bruyne með Englandsmeistarabikarinn. Getty/Michael Regan

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, hefur staðfest að að Kevin De Bruyne verði í belgíska EM hópnum og hann sé kominn til móts við hópinn.

De Bruyne hefur verið tæpur eftir að hann fór meiddur af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar um þar síðustu helgi er Man. City tapaði gegn Chelsea.

Í dag kom miðjumaðurinn til móts við belgíska hópinn en hann á þó enn eftir að gangast undir læknisskoðun hjá belgíska læknateyminu.

„Það er frábært að De Bruyne er kominn til móts við hópinn. Hann er frískur og lítur tilbúinn út og bara að sjá hann í matsalnum var hápunktur dagsins,“ sagði Martinez samkvæmt AFP.

„Hann mun fara í læknisskoðun á næstu dögum og þegar hann fær grænt ljós mun hann æfa með okkur.“

„Ég reikna ekki með því að hann verði klár í fyrsta leikinn en hlutirnir geta breyst. Það er of snemmt að segja til um hvort að hann spili eða ekki,“ bætti hann við.

Belgía mætir Rússlandi á laugardaginn, Dönum á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, þann 17. júní, áður en þeir mæta Finnlandi 21. júní.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×