Stjörnu-Sævar dúsir í bólusetningu í miðjum sólmyrkva Snorri Másson skrifar 7. júní 2021 16:55 Stjörnu-Sævar fær Janssen á fimmtudaginn, karl fæddur 1984. Vísir Sævar Helgi Bragason var í dag boðaður í bólusetningu á fimmtudaginn, sem kann að reynast óheppilegur dagur fyrir stjörnufræðing til að fara í bólusetningu. Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021 Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Það er nefnilega sólmyrkvi á fimmtudaginn og fyrirséð að tunglið muni hylja sólina um 70% af fleti hennar séð frá Reykjavík. Þessu er vert að fylgjast náið með hafi maður færi á því. Á fimmtudaginn er þó, ef til vill blessunarlega, hætta á að skýin skemmi fyrir, þannig að bólusetning verður ekki til þess að Stjörnu-Sævar missi af atburðinum. Hann telur bólusetningu enda mun mikilvægari viðburð en nokkurn náttúruviðburð. Sævar er bólusettur klukkan 9.20, rétt um það leyti sem sólmyrkvinn hefst. „Bólusetning er að sjálfsögðu öllu mikilvægari, þannig að ég mæti þangað. Síðan ætla ég að reyna að fylgjast með þessu ef veður leyfir en veðurspáin bendir því miður ekki til þess. Annars tæki ég bara gleraugun með í röðina og fylgdist með þaðan,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Hann hvetur alla aðra til að skella sér í bólusetningu, sem hann segir eitt helsta afrek vísinda á síðari tímum. Í Reykjavík hefst deildarmyrkvinn kl. 09:06 að morgni þegar tunglið byrjar að „bíta sneið“ úr sólinni. Þar nær hann hámarki kl. 10:17 og lýkur kl 11:33. Tímasetningnar eru lítið eitt mismunandi fyrir mismunandi staði á landinu. Komi til þess að sólmyrkvinn sjáist vel úr borginni minnir Sævar fólk á að setja upp hlífðargleraugun ef það ætlar að fylgjast með deildarmyrkvanum á fimmtudag. Deildarmyrkvinn 10. júní 2021 er sá mesti sem sést hefur frá Íslandi síðan 20. mars 2015 . Þá varð líka deildarmyrkvi sem sást frá landinu öllu. Sá myrkvi var raunar mun meiri en nú. Þá huldi tunglið 97% af sólinni á móti um 69% nú, segir á Stjörnufræðivefnum. Ehh, kæri sóttvarnarlæknir, það er sólmyrkvi á sama tíma! pic.twitter.com/EflEmffoUs— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) June 7, 2021
Geimurinn Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira