Rússar reiðir vegna nýs landsliðsbúnings Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 10:36 Úkraína á landsliðstreyju úkraínska landsliðsins. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist harkalega við nýrri landsliðstreyju úkraínskra karlaliðsins í knattspyrnu. Treyjan sýnir útlínur landsins, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum. Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum.
Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira