Lemgo varð þýskur bikarmeistari eftir sigur á Melsungen en Bjarki Már skoraði þrjú mörk fyrir Lemgo sem er í tíunda sætinu.
Alexander Petersson komst ekki á blað er Flensburg-Handewitt vann 28-24 sigur á Hannover-Burgdorf. Flensburg er á toppnum með 60 stig.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark er Melsungen vann 30-28 sigur á Wetzlar en Guðmundur Guðmundson stýrir liði Melsungen sem er í sjötta sætinu.
Sigvaldi Guðjónsson og félagar í Kielce unnu 33-32 sigur á Wisla Plock eftir vítakastkeppni en Kielce eru orðnir pólskir meistarar.