Guðlaugur leiðir eftir fyrstu tölur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. júní 2021 19:05 Ráðherrarnir Guðlaugur og Áslaug berjast um leiðtogasæti flokksins í Reykjavík. vísir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er með flest atkvæði í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir fyrstu tölur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er í öðru sæti. 1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
1.502 atkvæði höfðu verið talin klukkan 19 en gert er ráð fyrir að um 7.500 hafi tekið þátt í prófkjörinu. Guðlaugur leiðir með 765 atkvæði í fyrsta sætið. Áslaug kemur þar á eftir með 1.001 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs, er í þriðja sætinu með 601 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti. Brynjar Níelsson þingmaður er í fjórða sæti eftir fyrstu tölur, Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í því fimmta, Birgir Ármannsson þingmaður í sjötta sæti, Kjartan Magnússon, fyrrum borgarfulltrúi, í því sjöunda og í áttunda sætinu er þingmaðurinn Sigríður Á Andersen. Nóttin er ung „Þetta eru nú bara fyrstu tölur. Aðalatriðið er þetta, að þetta er búið að vera stórt prófkjör og mikill gangur. Það hefur verið afskaplega gaman að starfa í þessu, mikil gleði og við höldum bara áfram í því. En eins og ég segi: nóttin er ung og þetta eru bara fyrstu tölur. Það getur allt breyst í þessu," sagði Guðlaugur Þór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Rúv þar sem tölurnar voru kynntar. Atkvæðin sem hafa verið talin eru utankjörfundaratkvæði sem greidd voru fyrr í vikunni og einhver þeirra atkvæða sem greidd voru á kjörstöðum í gær. „Það eru auðvitað tvö oddvitasæti í þessum kjördæmum þannig þetta er bara glæsilegt prófkjör og við getum verið afar stolt af þessu," sagði Áslaug Arna. Næstu tölur verða birtar klukkan 21 og 23 í kvöld. Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptast milli efstu átta frambjóðanda samkvæmt fyrstu tölum: Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Guðlaugur Þór Þórðarson: 765 atkvæði í 1. sæti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir: 1.001 atkvæði í 1.-2. sæti. Diljá Mist Einarsdóttir: 601 atkvæði í 1.-3. sæti. Brynjar Níelsson: 573 atkvæði í 1.-4. sæti. Hildur Sverrisdóttir: 753 atkvæði í 1.-5. sæti. Birgir Ármannsson: 885 atkvæði í 1.-6. sæti. Kjartan Magnússon: 777 atkvæði í 1.-7. sæti. Sigríður Á Andersen: 675 atkvæði í 1.-8. sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38 Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01 Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Sjá meira
Kjörstaðir opnir lengur vegna langra raða Langar raðir höfðu myndast fyrir utan kjörstaði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar þeir lokuðu klukkan 18 í kvöld. Þeir sem höfðu náð í röð fyrir klukkan 18 fengu að kjósa og var kosningin enn í gangi klukkan 18:25 þegar Vísir náði tali af yfirkjörstjórn flokksins. 5. júní 2021 18:38
Áslaug og Guðlaugur ósammála um niðurstöðu yfirkjörstjórnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að athugasemd sem framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra sendi til yfirkjörstjórnar Sjálfstæðisflokksins hafi komið sér verulega á óvart. Hún hafnar því að bróðir sinn hafi nýtt aðgang að félagaskrá með óeðlilegum hætti. 4. júní 2021 13:01
Ræðst framtíð Sjálfstæðisflokksins á Instagram? Hörð barátta tveggja ráðherra Sjálfstæðisflokksins um að verða leiðtogar flokksins á þingi fyrir Reykvíkinga hefur ólíklega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa auglýst sig ágætlega í aðdraganda prófkjörs flokksins, sem fer fram á föstudag og laugardag, raunar svo mikið að dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands finnst auglýsingaflóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun. 2. júní 2021 09:00