6 dagar í EM: Þjóðverjar eina þjóðin í undanúrslitum þriggja síðustu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2021 12:01 Thomas Müller var með þýska landsliðinu í síðustu tveimur undanúrslitaleikjum á EM og er komið aftur inn í landsliðið fyrir Evrópumótið í sumar. EPA/PETER POWELL Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Þýska landsliðið hefur komist alla leið í undanúrslit á síðustu þremur Evrópumótum en hafa ekki unnið Evrópumeistaratitilinn á þessari öld. Það er bara ein þjóð sem á möguleika að komast í undanúrslit á fjórða Evrópumótinu í röð og það er Þýskaland. Þjóðverjar hafa tapað undanúrslitaleiknum á síðustu tveimur mótum og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn á EM 2008. Þjóðverjar hafa því verið að komast langt á síðustu Evrópumótum en þeir hafa ekki farið alla leið síðan á EM í Englandi 1996 eða fyrir aldarfjórðungi síðan. Það mætti því halda að þýska þjóðin sé farin að lengja í Evrópugull. #EURO2020 preparations Who'll be Germany's stand-out star? pic.twitter.com/cDVT0FIDvy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Þýskalandi tapaði 2-1 fyrir Ítölum í undanúrslitaleiknum 2012 þar sem Mario Balotelli skoraði tvívegis fyrir Ítala í fyrri hálfleiknum. Í síðustu keppni tapaði þýska landsliðið síðan 2-0 fyrir gestgjöfum Frakka þar sem Antoine Griezmann skoraði fyrri markið úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og bætti svo við öðru marki í þeim síðari. Á EM 2008 unnu Þjóðverjar 3-2 sigur á Tyrkjum í undanúrslitaleiknum þar sem Philipp Lahm skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en þýska liðið varð síðan að sætta sig við 1-0 tap á móti Spáni í úrslitaleiknum. Fernando Torres skorað eina mark leiksins á 33. mínútu. Andreas Möller at EURO 1996!Germany got the better of England with a shoot-out win to reach a second successive EURO final.#OTD | @DFB_Team pic.twitter.com/4uwm6TQoHL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 26, 2020 Það þarf því að fara alla götur aftur til sumarsins 2004 til að finna Evrópumót þar sem þýska landsliðið var ekki í undanúrslitum. Þjóðverjar komust reyndar ekki upp úr riðlinum á því móti þar sem liðið vann ekki leik og gerði tvö jafntefli. Tékkar og Hollendingar fóru áfram en eina tap Þjóðverjar kom í lokaleiknum á móti Tékkum þar sem sigur hefði fært þýska liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar eru að þessu sinni í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Íslandsbönunum í Ungverjalandi. Það verður því ekki auðvelt verkefni að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Það er bara ein þjóð sem á möguleika að komast í undanúrslit á fjórða Evrópumótinu í röð og það er Þýskaland. Þjóðverjar hafa tapað undanúrslitaleiknum á síðustu tveimur mótum og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn á EM 2008. Þjóðverjar hafa því verið að komast langt á síðustu Evrópumótum en þeir hafa ekki farið alla leið síðan á EM í Englandi 1996 eða fyrir aldarfjórðungi síðan. Það mætti því halda að þýska þjóðin sé farin að lengja í Evrópugull. #EURO2020 preparations Who'll be Germany's stand-out star? pic.twitter.com/cDVT0FIDvy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Þýskalandi tapaði 2-1 fyrir Ítölum í undanúrslitaleiknum 2012 þar sem Mario Balotelli skoraði tvívegis fyrir Ítala í fyrri hálfleiknum. Í síðustu keppni tapaði þýska landsliðið síðan 2-0 fyrir gestgjöfum Frakka þar sem Antoine Griezmann skoraði fyrri markið úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og bætti svo við öðru marki í þeim síðari. Á EM 2008 unnu Þjóðverjar 3-2 sigur á Tyrkjum í undanúrslitaleiknum þar sem Philipp Lahm skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en þýska liðið varð síðan að sætta sig við 1-0 tap á móti Spáni í úrslitaleiknum. Fernando Torres skorað eina mark leiksins á 33. mínútu. Andreas Möller at EURO 1996!Germany got the better of England with a shoot-out win to reach a second successive EURO final.#OTD | @DFB_Team pic.twitter.com/4uwm6TQoHL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 26, 2020 Það þarf því að fara alla götur aftur til sumarsins 2004 til að finna Evrópumót þar sem þýska landsliðið var ekki í undanúrslitum. Þjóðverjar komust reyndar ekki upp úr riðlinum á því móti þar sem liðið vann ekki leik og gerði tvö jafntefli. Tékkar og Hollendingar fóru áfram en eina tap Þjóðverjar kom í lokaleiknum á móti Tékkum þar sem sigur hefði fært þýska liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar eru að þessu sinni í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Íslandsbönunum í Ungverjalandi. Það verður því ekki auðvelt verkefni að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Valur 93-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00