Ráðherra heimilar stöðugt eftirlit lögreglu án rökstudds gruns um glæp Snorri Másson skrifar 4. júní 2021 15:56 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglunnar í sakamálum. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld á Íslandi þurfa ekki lengur rökstuddan grun um að verið sé að fremja alvarlegt lögbrot til þess að beita sérstökum rannsóknaraðferðum á borð við tálbeitur, dulargervi, flugumenn, uppljóstrara og stöðuga eftirför með grunuðum án þeirra vitundar. Nú dugar að lögreglan hafi einfaldlega „grun“ um að verið sé að fremja brotið, en hann þarf ekki lengur að vera „rökstuddur“ eftir að reglugerðarbreyting Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra gekk í gildi 17. maí. Þessi breyting gefur lögreglunni töluvert meira svigrúm til að ráðast í aðgerðir af þessum toga, enda þarf hún ekki lengur að geta sýnt fram á að grunurinn sé rökstuddur. Rökstuddur grunur er tiltölulega skilgreint fyrirbæri sem krefst ákveðinna gagna til að mega heita sem svo. Grunur er aftur á móti mun víðtækara hugtak og auðveldara að sýna fram á að hann sé fyrir hendi. Lögreglan þarf því núna aðeins að segjast hafa grun um alvarlegt brot eða að ásetningur liggi fyrir um alvarlegt brot til þess að mega til dæmis fylgjast með húsnæði fólks og ferðum þeirra. Bæta við brotum á listann Grunurinn þarf að beinast að broti sem varðar átta ára fangelsi, eða brotum gegn ýmsum greinum hegningarlaga, svo sem líkamlegu ofbeldi, þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi eða öðru eins. Um leið og dómsmálaráðherra fjarlægði orðið „rökstuddur“ úr reglugerðinni, bætti hún einnig við brotum sem grunurinn má beinast að til að hægt sé að ráðast í aðgerðirnar. Róttækustu rannsóknaraðgerðir lögreglu eru enn háðar dómsúrskurði, en þó hafa lögreglumenn rúma heimild til að hafa eftirlit með fólki án úrskurðar. Sú heimild hefur nú verið rýmkuð.Vísir/Vilhelm Lögreglan getur eftir breytingarnar beitt umræddum aðferðum, gruni hana að einhver hafi orðið uppvís að eftirfarandi brotum: Njósnum, þátttöku í hryðjuverkasamtökum, mútun opinberra starfsmanna og sjálfsþvætti, sem er tegund peningaþvættis. Þessar heimildir lögreglu hafa verið skilgreindar í reglugerð ráðherra en til að ráðast í enn róttækari rannsóknaraðgerðir þarf dómsúrskurð, eins og til dæmis vegna hlerana. Skygging leyfð vegna einfalds gruns Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda. Dómsmál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Nú dugar að lögreglan hafi einfaldlega „grun“ um að verið sé að fremja brotið, en hann þarf ekki lengur að vera „rökstuddur“ eftir að reglugerðarbreyting Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra gekk í gildi 17. maí. Þessi breyting gefur lögreglunni töluvert meira svigrúm til að ráðast í aðgerðir af þessum toga, enda þarf hún ekki lengur að geta sýnt fram á að grunurinn sé rökstuddur. Rökstuddur grunur er tiltölulega skilgreint fyrirbæri sem krefst ákveðinna gagna til að mega heita sem svo. Grunur er aftur á móti mun víðtækara hugtak og auðveldara að sýna fram á að hann sé fyrir hendi. Lögreglan þarf því núna aðeins að segjast hafa grun um alvarlegt brot eða að ásetningur liggi fyrir um alvarlegt brot til þess að mega til dæmis fylgjast með húsnæði fólks og ferðum þeirra. Bæta við brotum á listann Grunurinn þarf að beinast að broti sem varðar átta ára fangelsi, eða brotum gegn ýmsum greinum hegningarlaga, svo sem líkamlegu ofbeldi, þátttöku í skipulagðri glæpastarfsemi eða öðru eins. Um leið og dómsmálaráðherra fjarlægði orðið „rökstuddur“ úr reglugerðinni, bætti hún einnig við brotum sem grunurinn má beinast að til að hægt sé að ráðast í aðgerðirnar. Róttækustu rannsóknaraðgerðir lögreglu eru enn háðar dómsúrskurði, en þó hafa lögreglumenn rúma heimild til að hafa eftirlit með fólki án úrskurðar. Sú heimild hefur nú verið rýmkuð.Vísir/Vilhelm Lögreglan getur eftir breytingarnar beitt umræddum aðferðum, gruni hana að einhver hafi orðið uppvís að eftirfarandi brotum: Njósnum, þátttöku í hryðjuverkasamtökum, mútun opinberra starfsmanna og sjálfsþvætti, sem er tegund peningaþvættis. Þessar heimildir lögreglu hafa verið skilgreindar í reglugerð ráðherra en til að ráðast í enn róttækari rannsóknaraðgerðir þarf dómsúrskurð, eins og til dæmis vegna hlerana. Skygging leyfð vegna einfalds gruns Samkvæmt breytingunum getur lögreglan beitt skyggingu án rökstudds gruns, sem einnig heitir eftirför í daglegu máli. Í henni felst til dæmis „stöðugt eftirlit með mannaferðum um húsnæði eða á öðru afmörkuðu svæði eða á almannafæri með því að fylgjast með ferðum þess sem grunaður er um brot,“ eins og segir í reglugerðinni. Skygging skal, segir í reglugerðinni, að jafnaði vera varðstaða lögreglumanns um húsnæði eða annað afmarkað svæði „eða eftirlit með ferðum þess sem er grunaður um brot, þar með talin eftirför með bifreið eða öðru farartæki.“ Lögreglan má þá einnig sigla undir fölsku flaggi á netinu til þess að komast í samband við mögulega brotamenn. Hún má einnig stunda það sem heitir afhending undir eftirliti, þegar það liggur til dæmis fyrir að einstaklingur sé á leið með glæpsamlegan varning til annars, til þess að afla upplýsinga um viðtakandann. Hér má sjá breytingar ráðherra í heild sinni. Þær voru fyrst birtar í Stjórnartíðindum á miðvikudag en breytingar á stjórnvaldsfyrirmælum fara fyrst að hafa réttaráhrif eftir birtingu þar. Breytingarnar voru undirritaðar af ráðherra 17. maí en tilkynning um þær hefur ekki verið birt á vef ráðuneytisins eins og oft er gert þegar tíðindi verða í sama anda.
Dómsmál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44 Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Sjá meira
Deilir áhyggjum lögreglu af albönsku mafíunni Dómsmálaráðherra tekur undir áhyggjur lögreglu um að albanska mafían fari að láta til sín taka hér á landi. Það þurfi með öllum mætti að tryggja öryggi borgaranna með því að styrkja lögregluna. 4. maí 2021 17:44
Lögreglumönnum hafi ekki fækkað en fjöldi ómenntaðra aukist Dómsmálaráðherra segir að fjöldi lögreglumanna hafi staðið í stað en raunin er að hlutfall ómenntaðra lögreglumanna hefur aukist gífurlega á síðustu árum. Ráðherra segir hins vegar ástæðulaust að hafa áhyggjur af stöðu lögreglunnar. 29. janúar 2020 18:30