Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2021 11:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða. Vísir/Vilhelm Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni. Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni.
Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira