Langflestir segja lífsgæði hafa aukist á verkefnatímanum Heimsljós 4. júní 2021 10:12 Ljósmynd frá Eteya SOS SOS Barnaþorpin á Íslandi styðja við 560 foreldra og 1562 börn þeirra á Eteya svæðinu í Eþíópíu. „Rúmlega 88% skjólstæðinga okkar í fjölskyldueflingu í Eþíópíu segja lífsgæði sín betri eftir að verkefnið, sem fjármagnað er af SOS á Íslandi, hófst árið 2018. Markmið fjölskyldueflingar SOS er að hjálpa barnafjölskyldum upp úr sárafátækt svo þær geti staðið á eigin fótum. Þannig komum við í veg fyrir að börn missi foreldraumsjón með því að efla foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin sín,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þremur árum af fjórum er lokið í verkefninu á Eteya svæðinu í Eþíópíu en þar styðja SOS Barnaþorpin á Íslandi við 560 foreldra og 1562 börn þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og verða sjálfbjarga. „Við útvegum fólkinu það sem það þarf til að geta aflað sér tekna með það að markmiði að geta staðið á eigin fótum. Nefna má til dæmis hráefni, tæki og tól til ýmis konar framleiðslu, nautgripi til ræktunar, skólagögn, greiðslu skólagjalda, foreldrafræðslu og heilbrigðisþjónustu,“ segir Hans Steinar. Hann segir að samkvæmt nýrri matsskýrslu sé sannarlega ástæða til að gleðjast yfir árangri, en á sumum sviðum hafi hann ekki verið eftir væntingum. Ekki gangi nógu hratt fyrir sig að hjálpa fjölskyldunum að verða sjálfbærar og áhersla verði nú lögð á að bæta úr því. 71,1% búa við bættan fjárhag 52,9% foreldra geta mætt grunnþörfum barna sinna 85,3% barna sóttu grunnskóla áður en verkefnið hófst 98,2% barna sóttu grunnskóla fyrir COVID-19 75% barna hafa verið skráð aftur í skóla eftir lokanir 96,7% barna ná viðunandi námsárangri 35,3% fullorðinna geta lesið og skrifað „COVID-19 faraldurinn hefur sett strik í reikninginn. Aðeins 70% barnanna voru skráð í endurkomu þegar skólahald hófst á ný. Þá hafa áætlanir um aðgengi að neysluvatni ekki gengið eftir og margir foreldrar ná ekki endum saman milli mánaðamóta. Meðallaun voru tæplega fimm þúsund krónur á mánuði en meðalútgjöld 66,7% heimila í verkefninu eru 6.300 krónur á mánuði,“ segir Hans Steinar. Þrátt fyrir þetta bakslag segir hann útlit fyrir að það náist að útskrifa stóran hluta skjólstæðinga fyrir lok árs 2021. „Þessar barnafjölskyldur hafa komist frá þeim slæma stað að eiga ekki fyrir mat eða skólagöngu barnanna. Nú eru foreldrarnir farnir að skapa sér tekjur, læra að spara og borga til baka af vaxtalausum lánum sem þeim býðst í gegnum fjölskyldueflinguna. Þetta fólk getur með öðrum orðum lifað mannsæmandi lífi og börnin fá menntun. Börnin eiga því möguleika á brjótast út úr vítahring fátæktarinnar þegar fram líða stundir, nokkuð sem hefur verið foreldrum þeirra og forfeðrum ómögulegt.“ Verkefnið hefur að sögn Hans Steinars jákvæð áhrif á allt svæðið í Eteya og nágrenni því fræðsla og framkvæmdagleði smitast út í samfélagið. Hann segir að reiknað hafi verið út að félagsleg arðsemi sambærilegra verkefna (Social return of investment) í Eþíópíu sé 66-föld. Fjölskylduefling SOS á Eteya svæðinu er styrkt af utanríkisráðuneytinu og styrktaraðilum SOS, það er SOS-fjölskylduvinum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
„Rúmlega 88% skjólstæðinga okkar í fjölskyldueflingu í Eþíópíu segja lífsgæði sín betri eftir að verkefnið, sem fjármagnað er af SOS á Íslandi, hófst árið 2018. Markmið fjölskyldueflingar SOS er að hjálpa barnafjölskyldum upp úr sárafátækt svo þær geti staðið á eigin fótum. Þannig komum við í veg fyrir að börn missi foreldraumsjón með því að efla foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin sín,“ segir Hans Steinar Bjarnason upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þremur árum af fjórum er lokið í verkefninu á Eteya svæðinu í Eþíópíu en þar styðja SOS Barnaþorpin á Íslandi við 560 foreldra og 1562 börn þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk og verða sjálfbjarga. „Við útvegum fólkinu það sem það þarf til að geta aflað sér tekna með það að markmiði að geta staðið á eigin fótum. Nefna má til dæmis hráefni, tæki og tól til ýmis konar framleiðslu, nautgripi til ræktunar, skólagögn, greiðslu skólagjalda, foreldrafræðslu og heilbrigðisþjónustu,“ segir Hans Steinar. Hann segir að samkvæmt nýrri matsskýrslu sé sannarlega ástæða til að gleðjast yfir árangri, en á sumum sviðum hafi hann ekki verið eftir væntingum. Ekki gangi nógu hratt fyrir sig að hjálpa fjölskyldunum að verða sjálfbærar og áhersla verði nú lögð á að bæta úr því. 71,1% búa við bættan fjárhag 52,9% foreldra geta mætt grunnþörfum barna sinna 85,3% barna sóttu grunnskóla áður en verkefnið hófst 98,2% barna sóttu grunnskóla fyrir COVID-19 75% barna hafa verið skráð aftur í skóla eftir lokanir 96,7% barna ná viðunandi námsárangri 35,3% fullorðinna geta lesið og skrifað „COVID-19 faraldurinn hefur sett strik í reikninginn. Aðeins 70% barnanna voru skráð í endurkomu þegar skólahald hófst á ný. Þá hafa áætlanir um aðgengi að neysluvatni ekki gengið eftir og margir foreldrar ná ekki endum saman milli mánaðamóta. Meðallaun voru tæplega fimm þúsund krónur á mánuði en meðalútgjöld 66,7% heimila í verkefninu eru 6.300 krónur á mánuði,“ segir Hans Steinar. Þrátt fyrir þetta bakslag segir hann útlit fyrir að það náist að útskrifa stóran hluta skjólstæðinga fyrir lok árs 2021. „Þessar barnafjölskyldur hafa komist frá þeim slæma stað að eiga ekki fyrir mat eða skólagöngu barnanna. Nú eru foreldrarnir farnir að skapa sér tekjur, læra að spara og borga til baka af vaxtalausum lánum sem þeim býðst í gegnum fjölskyldueflinguna. Þetta fólk getur með öðrum orðum lifað mannsæmandi lífi og börnin fá menntun. Börnin eiga því möguleika á brjótast út úr vítahring fátæktarinnar þegar fram líða stundir, nokkuð sem hefur verið foreldrum þeirra og forfeðrum ómögulegt.“ Verkefnið hefur að sögn Hans Steinars jákvæð áhrif á allt svæðið í Eteya og nágrenni því fræðsla og framkvæmdagleði smitast út í samfélagið. Hann segir að reiknað hafi verið út að félagsleg arðsemi sambærilegra verkefna (Social return of investment) í Eþíópíu sé 66-föld. Fjölskylduefling SOS á Eteya svæðinu er styrkt af utanríkisráðuneytinu og styrktaraðilum SOS, það er SOS-fjölskylduvinum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Eþíópía Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent