Sjáðu ótrúlega endurkomu Eyjamanna í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2021 11:30 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði markið sem tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að vera þremur mörkum undir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir tókst ÍBV að koma til baka gegn FH og tryggja sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla. FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
FH og ÍBV gerðu 33-33 jafntefli í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum í gær. Fyrri leikurinn endaði með 31-31 og Eyjamenn fóru því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir leiddu þeir með þremur mörkum, 33-30, eftir að Ásbjörn Friðriksson skoraði sitt sjöunda mark. Hákon Daði Styrmisson svaraði fyrir ÍBV og vendipunktur leiksins kom svo í næstu sókn FH. Ágúst Birgisson fiskaði þá vítakast og FH-ingar vildu fá tveggja mínútna brottvísun á Hákon Daða. Arnar Freyr Ársælsson gekk harðast fram í mótmælunum og fékk tveggja mínútna brottvísun sem átti eftir að reynast dýr. Petar Jokanovic varði vítakastið frá Einari Rafni Eiðssyni og í kjölfarið minnkaði Theodór Sigurbjörnsson muninn í eitt mark, 33-32. Næsta sóknir liðanna fóru svo í súginn. FH-ingar tóku leikhlé þegar hálf mínúta var eftir. Eftir það fékk Ásbjörn opið færi en Jokanovic varði frá honum. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir. Í henni endaði boltinn hjá Sigtryggi Daða Rúnarssyni sem skoraði markið sem tryggði Eyjamönnum farseðilinn í undanúrslitin. Lokamínúturnar dramatísku má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokamínúturnar í leik FH og ÍBV Þetta er í þriðja sinn í röð sem ÍBV hefur betur gegn FH í úrslitakeppninni. Tímabilið 2017-18 urðu Eyjamenn Íslandsmeistarar eftir að hafa unnið FH-inga í úrslitunum, 3-1. Tímabilið á eftir sló ÍBV svo FH úr leik í átta liða úrslitunum, 2-0. Engin úrslitakeppni var svo á síðasta tímabili. Í undanúrslitunum mætir ÍBV sigurvegaranum úr einvígi Vals og KA. Valsmenn eru með fjögurra marka forskot eftir fyrri leikinn. Seinni leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH ÍBV Tengdar fréttir Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05 Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15 Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Enski boltinn Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Sigursteinn: Fannst halla stórkostlega á okkur í dómgæslunni Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var skiljanlega í sárum eftir að hans menn féllu úr leik fyrir ÍBV í átta liða úrslitum Olís-deildarinnar í kvöld. Liðin gerðu jafntefli, 33-33, en Eyjamenn fóru áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:05
Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. 3. júní 2021 21:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 33-33 | Sigtryggur vann ÍBV er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir 33-33 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld. Fyrri leikurinn í Eyjum endaði einnig með jafntefli, 31-31, en ÍBV fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 3. júní 2021 21:15