„Hann hoppaði upp á þennan stall með glóandi hraunið undir sér“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 18:16 Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Hann varð vitni að karlmanni stíga upp á storknað hraun í Geldingadal en undir því vall logandi hraunið fram. Vísir/Aðsend Hermann Helguson, leiðsögumaður og ljósmyndari, var staddur við gosstöðvarnar í Geldingadal rétt fyrir klukkan hálf tvö í nótt þegar hann varð vitni að því að karlmaður steig upp á hraunið sem vall úr eldfjallinu. Undir storknuðum pallinum, sem maðurinn stóð á, má sjá glóandi hraun vella fram. „Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
„Ég var bara þarna við hraunjaðarinn að mynda og sá hann vera að tala við konuna sína, þau voru eiginlega aðeins að rífast, og svo hoppaði hann upp á þennan stall til að komast upp á hann, með glóandi hraunið undir sér. Það var eiginlega klikkaðra en það sem sést í myndbandinu,“ segir Hermann í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa staðið ofan á hrauninu í um mínútu til þess að konan hans gæti tekið myndir af honum. „Þau vildu bara ná fullkominni mynd og mér sýndist þau taka nokkrar myndir. Þegar maður lendir í svona aðstæðum fattar maður eiginlega ekki hvað þetta er fáránlegt, ég stóð bara þarna og starði á þau og fattaði ekki fáránleikann við þetta fyrr en ég horfði aftur á myndbandið eftir á,“ segir Hermann. „Ég var bara orðlaus. Ég var að taka myndband af hrauninu en beindi símanum strax að þeim þegar ég tók eftir þessu og horfði á þetta gáttaður,“ segir Hermann. View this post on Instagram A post shared by Hermann Helguson (@hemmi90) Sem leiðsögumaður hefur Hermann komið nokkrum sinnum að gosinu en þetta var í tíunda skiptið sem hann kom þangað frá því að gosið hófst. Hann segist hafa orðið vitni að ýmsu við gosstöðvarnar en engu þessu líku. „Þegar maður fór að gosinu til að byrja með sá maður ansi mikið af illa útbúnu fólki en það var helst það sem maður sá. Kannski líka fólk sem hefur farið frekar nálægt hraunjaðrinum þegar er nokkuð hár veggur af storknuðu hrauni en ekkert nálægt þessu,“ segir Hermann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49 Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47 Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
Hætta á að hraun loki fólk inni Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokað endanum á gönguleið A að gosinu í Geldingadölum vegna hættu á að fólk lokist inni þegar hraun renni yfir gönguleiðina en fyrirséð er að það muni gerast á næstunni. Vettvangsstjóri segir fólk hunsa lokunarborða. 31. maí 2021 11:49
Brjóstagjöf, fyrirsætur og sjúkrabílar á gosstöðvunum Mikil veðurblíða var á suðvesturhorni landsins um helgina og varð það til þess að fólk streymdi að gosstöðvunum á Reykjanesi um helgina. 3. maí 2021 13:47
Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. 11. apríl 2021 14:37