Furðuleg froða í læk við Vog Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 15:11 Froðan rennur úr frárennsli við Stórhöfða. Vísir/Vilhelm Mikil froða gaus upp við frárennsli í læk við Vog, sjúkrahús SÁÁ við Stórhöfða í Reykjavík, í dag. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði ekki fengið tilkynningu um froðuna þegar fréttastofa grennslaðist fyrir um orsakir froðunnar. Þó vissi starfsmaður eftirlitsins strax um hvaða læk var að ræða. Undanfarið hefur mikið borið á að lækurinn freyði. Eftirlitinu hefur ekki enn tekist að finna upptök froðunnar þrátt fyrir miklar rannsóknir. Froðan er forkunnarfögur, þó hún sé ekki æskileg.Vísir/Vilhelm Orsakast líklega af aðskotaefnum í niðurföllum Rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins benda til þess að hreinsiefni berist í niðurföll utandyra sem eru ekki í stakk búin að taka við slíkum efnum. Þó nefnir starfsmaður eftirlitsins þann möguleika að rangar tengingar niðurfalla innandyra séu rót vandans. Heilbrigðiseftirlitið biðlar til fólks að gæta vel að því hvað fer í niðurföll utandyra. Sér í lagi sé mikilvægt að fyrirtæki sem stunda bílaþvott láti affallsvatn renna í niðurföll búin sérhæfðum skiljum. Erfitt sé að rekja upptökin Starfsmaður eftirlitsins segir nær ómögulegt að rekja upptök froðunnar þar sem ekki sé hægt að setja upp gildrur líkt og gert er þegar um skólp er að ræða. Þá er froðan oftar en ekki runnin til sjávar þegar eftirlitið ber að garði. Yfirborðsvatn af ógnarstóru svæði rennur um lækinn og ekki auðveldar það eftirlitinu rannsóknir. Lækurinn tekur við vatni frá hluta Höfðahverfis og alls Hálsahverfis. Gróður við lækinn er nú tandurhreinn.Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlitið telur ekki hættu á ferð Froðan í læknum stafar líklega af hreinsiefnum sem flokkast ekki sem eiturefni og því telur eftirlitið enga hættu á ferð. Þó geta slík efni verið ertandi fyrir þau með viðkvæma húð. Heilbrigðiseftirlitið rannsakar þó öll óeðlileg tilvik og eru starfsmenn þess því við rannsóknir á læknum. Ef rannsóknir eftirlitsins benda til hættu verður send út tilkynning þess efnis. Spilliefni geta hæglega borist með yfirborðsvatni og er fólk því beðið að fara með gát þegar vatn er öðruvísi en það á til með að vera. Til dæmis barst olía í Elliðaárnar síðast í febrúar. Froðan dró forvitna að læknum.Vísir/Vilhelm
Umhverfismál Reykjavík Skólp Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira