Nefndin samþykkti einnig eiginnafnið Elizabeth sem rithátt nafnsins Elísabet og þá hlaut millinafnið Krossá blessun nefndinnar og sömuleiðis föðurkenningin Thorsdóttir.
Hinn 10. maí síðastliðinn hafnaði Mannnafnanefnd hins vegar millinafninu Aliverti, sem var hvorki sagt dregið af íslenskum orðstofni né hefði það unnið sér hefð í íslensku máli.
Um Elizabeth sagði nefndin að ritháttur nafnsins væri ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls, „þar sem bókstafurinn z er ekki í íslenska stafrófinu auk þess sem th kemur ekki fyrir í ósamsettum orðum í íslensku“.
Hins vegar var nafnið talið hafa unnið sér hefð í íslensku máli en sextán konur bæru nafnið í Þjóðskrá, auk þess sem það kæmi fyrir í að minnsta kosti tveimur manntölum frá 1703 til 1920.