Vinnumálastofnun hefur svipt 350 manns bótum sem hafa hafnað vinnu án fullnægjandi skýringa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. maí 2021 18:30 Vinnumálastofnun hefur svipt þrjúhundruð og fimmtíu atvinnuleitendur tímabundið eða alfarið atvinnuleysisbótum síðustu tvo mánuði því fólk hefur hafnað störfum án tilhlýðilegra skýringa. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir brýnt að fyrirtæki láti stofnunina vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki vinnu. Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum. Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Í apríl voru 17.700 manns án atvinnu á landinu samkvæmt Hagstofu Íslands sem jafngildir 8,6% atvinnuleysi. Fram hefur komið að það sárvantar fólk í ferðaþjónustu og í dag kom fram hjá framkvæmdastjóra hjá Ferðaþjónustufyrirtæki í þættinum í Bítinu að afar erfitt væri að fá fólk á atvinnuleysiskrá til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa 352 verið sviptir atvinnuleysisbótum því fólk hefur hafnað starfi án fullnægjandi skýringa. Ef viðkomandi hafnar starfi einu sinni án fullnægjandi skýringa getur hann misst bætur í tvo mánuði, gerist það tvisvar falla þær niður í þrjá mánuði og alfarið ef það gerist þrisvar. „Við látum einstaklinginn vita að við höfum heyrt að hann hafi hafnað starfi og óskum skýringa. Ef viðkomandi kemur ekki með fullnægjandi skýringar þá úrskurðum við um viðurlög samkvæmt lögum,“ segir Unnur. Mikilvægt að fyrirtæki láti vita af því ef fólk þiggur ekki störf Unnur segir afar mikilvægt að forráðamenn fyrirtækja láti vita ef fólk á atvinnuleysisbótum þiggur ekki störf í boði eða svarar ekki skilaboðum. „Það hefur verið töluvert um slíkar ábendingar og við tökum þær allar til skoðunar og það fer svo sína réttu leið gegnum okkar kerfi. Það er alveg nauðsynlegt að atvinnurekendur láti okkur vita ef fólk er ekki að þiggja störf svo við getum tekið á því,“ segir Unnur.. Hún segir vinnumarkaðinn mun líflegri en gert hafði verið ráð fyrir. „Það hefur komið mér á óvart hversu hratt störfin hafa komið inn en við erum með mannskap sem er að hamast við að koma fólki í störf. Alls hafa fyrirtæki óskað eftir 8500 stöðugildum síðustu tvo mánuði hjá Vinnumálastofnun og ráðið hefur verið í 2350 störf. Unnur segir að mögulega séu fleiri komnir með störf en talan segir til um. „Það tekur tíma frá því starf kemur og það er að fullu komið inn í okkar kerfi,“ segir Unnur að lokum.
Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Félagsmál Tengdar fréttir „Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00 Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
„Bráðvantar starfsfólk í ferðaþjónustu“ Formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir bráðvanta starfsfólk í geirann. Ferðaþjónustan sé að taka fyrr við sér en gert var ráð fyrir. Þá þurfi að ráða þúsundir aftur inn fyrir haustið. 25. maí 2021 13:00
Allir vildu vinna hjá Strætó en víða annars staðar fæst ekki fólk til starfa Framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar telur of marga misnota atvinnuleysisbótakerfið. Fyrirtækið hafi rekið sig á að fólk hafni vinnu og vilji frekar vera á bótum. Framkvæmdastjóri Strætó sem þurfti nýlega að ráða 25 manns til starfa segir hins vegar að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. 31. maí 2021 14:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“