Landsmenn líklega ofrukkaðir um milljarða af vatnsveitum landsins Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2021 16:03 Breki segir vatn mannréttindi en ekki eitthvað sem hafa skuli að féþúfu. Honum sýnist blasa við að sveitarfélögin hafi hafi notað vatnsveitur sínar sem féþúfu og greitt út háar arðgreiðslur. Nú liggur fyrir að það er ólögmætt. vísir/vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir mörg sveitarfélaganna nota vatnsveitur sem mjólkurkýr og hafi tekið út háar arðgreiðslur þaðan í gegnum tíðina. Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér. Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Nú liggur úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fyrir eftir yfirferð á gögnum sem sem bárust frá sveitarfélögum og vatnsveitum í þeirra eigu um ákvörðun vatnsgjalds. Loksins, segir Breki. Ráðuneytið telur ástæðu til að taka málefnið til formlegrar umfjöllunar og gefa út sérstakar leiðbeiningar á grundvelli 1. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga. „Í umfjöllun ráðuneytisins kemur fram að vatnsgjald sem lagt er á grundvelli 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga sé þjónustugjald og það leiðir af eðli þjónustugjalda og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar að óheimilt er að taka hærra gjald en sem nemur kostnaði við að veita þjónustuna,“ segir meðal annars í samandreginni niðurstöðu. Vatn mannréttindi en ekki féþúfa „Í stuttu máli þýðir þetta að líkindum að flestar vatnsveitur á landinu hafi ofrukkað undanfarin ár,“ segir Breki spurður um þýðingu þessa og bendir á erindi Neytendasamtakanna þar sem á er bent að Orkuveita Reykjavíkur – vatns og fráveita sf gæti hafa innheimt vatnsgjöld sem nema milljörðum króna undanfarin ár, umfram það sem lög leyfa. „Þá greiddi vatnsveitan arð sem nam 2 milljörðum króna til eiganda síns í fyrra. Svör OR við fyrirspurnum Neytendasamtakanna voru ákaflega loðin og óljós og hafnaði OR að svara frekari spurningum og samstarfi svo hægt væri að varpa ljósi á málið.“ Í kjölfarið sendu þá Neytendasamtökin fyrirspurn til samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins þar sem spurt var um heimild OR til að greiða út arð og hvernig fjármagnskostnaður skyldi reiknaður. „Ég fagna þó þetta hefði mátt koma fyrr. Við kölluðum eftir þessu í lok 2019. Mörg sveitarfélög, meðal annarra Reykjavík, hafa litið á vatnsveitur sem mjólkurkýr og tekið út háar arðgreislur í gegnum tíðina. Það er ólöglegt, eins og sést í leiðbeiningunum, enda vatn mannréttindi, ekki féþúfa.“ Háar fjárhæðir ofteknar af vatnsveitunum Þá segir Breki það vekja athygli að einhver sveitarfélaganna hafa kosið að hunsa fyrirspurnir ráðuneytisins, þrátt fyrir að vera lagalega skyldug til þess að svara. „Áhugavert að vita hvaða sveitarfélög hunsa ráðuneytið. Þá væri áhugavert að fá upplýsingar um hvernig ráðuneytið ætlar að hlutast til um að greiðendum vatnsgjalds verði endurgreidd oftekin vatnsgjöld.“ En nú virðist tónninn í erindisbréfinu vera skamm skamm og ekki gera þetta aftur. Eða mun þetta hafa einhverja þýðingu afturvirkt? „Í ljósi þess hversu stórt málið er og varðar háar fjárhæðir frá mörgum vatnsveitum um allt land, hlýtur ráðuneytið að hlutast til um að veiturnar endurgreiði notendum oftekin gjöld, eins og það gerði með úrskurði 15. mars 2019 í kærumáli árvökuls félagsmanns Neytendasamtakanna á hendur OR um að veitan hefði oftekið vatnsgjöld af neytendum sem nam „að lágmarki“ 2 prósent árið 2016. Orkuveitan endurgreiddi síðan um milljarð, en bara af ofteknum gjöldum ársins 2016,“ segir Breki en niðurstöðu þess máls má sjá hér.
Sveitarstjórnarmál Neytendur Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira