Utanríkisráðuneytið krefur Dani svara um njósnir og lýsir yfir vonbrigðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. maí 2021 14:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur krafist skýringa frá Dönum vegna fregna um aðstoð þeirra við njósnir Bandaríkjamanna. Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“ Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Greint hefur verið frá því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, hafi með hjálp danskra stjórnvalda njósnað um fjölda evrópskra stjórnmálamanna í nokkrum löndum á árunum 2012 til 2014. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, spurði hvort utanríkisráðherra hefði kynnt sér málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og hvort hann hefði áhyggjur af stöðunni eða hvort þetta kallaði á einhver viðbrögð. Guðlaugur sagði málið grafalvarlegt og grafa undan trausti í samskiptum „þessara miklu vina og bandalagsþjóða.“ Hann sagði utanríkisráðuneytið hafa krafist skýringa frá Dönum og komið áhyggjum og vonbrigðum skýrt á framfæri. „Utanríkisráðuneytið hefur enn fremur krafist þess að Danir upplýsi undanbragðalaust hvort þessar njósnir hafi beinst að íslenskum hagsmunum, þar með talið íslenskum stjórnmálamönnum, embættismönnum, stofnunum, fyrirtækjum eða einstaklingum hér á landi,“ sagði Guðlaugur. Embættismenn utanríkisráðuneytisins hafi átt samtöl við staðgengil sendiherra Danmerkur hér á landi sem og við fulltrúa danska varnarmálaráðuneytisins um málið. „Í sömu samtölum höfum við krafist upplýsinga um það hvort sú starfsemi sem þarna er lýst hafi snúist gegn íslenskum hagsmunum, íslenskum stjórnmálamönnum, stofnunum eða fyrirtækjum,“ sagði Guðlaugur. Hann vísaði til frétta síðan í fyrra um að bandarísk stjórnvöld hafi mögulega nýtt náið samstarf ríkjanna til þess að njósna um danska ríkisborgara auk ásakana um að bandarísk stjórnvöld hafi njósnað um lykilráðuneyti og einkafyrirtæki í Danmörku. „Það olli eðlilega áhyggjum, bæði í Danmörku en einnig hérlendis og víðar meðal bandamanna og samstarfsþjóða Danmerkur. Við komum þeim áhyggjum sterkt á framfæri við ráðamenn í Danmörku á þeim tíma. Nú virðist sem þær áhyggjur hafi verið á rökum reistar og að samstarf dönsku leyniþjónustunnar og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hafi rist dýpra en áður var talið og meðal annars falið í sér njósnir um háttsettra stjórnmálamenn, embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í nánum bandalagsríkjum Danmerkur.“ Hann sagði traust og trúnað lykilþætti í samskiptum vinaþjóða. „Mál á borð við þetta geta grafið undan slíku trausti. Það er nokkuð sem við þurfum ekki á að halda á tímum fjölþátta ógna. Því miður eru ríki sem hafa beinlínis hag af því að grafa undan trausti og samstöðu vina og bandalagsríkja á Vesturlöndum. Við höfum krafist þess að spilin verði lögð á borðið. Það er grundvallaratriði ef okkur á að auðnast að takast á við þessa áskorun að byggja upp nauðsynlegt samstarf til framtíðar.“
Alþingi Danmörk Utanríkismál Bandaríkin Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira