„Við vorum augljóslega ekki velkomnir og þeim er sama um okkur“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. maí 2021 15:30 Elínborg segir að hún hafi ekki verið með sérlega mikla list fyrir kömum Áslaugar. samsett/aðsend/instagram Ein þeirra sem mætti óvænt í kosningakaffi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra síðasta laugardag til að spyrja hana spjörunum úr um málefni hælisleitenda, segir viðtökurnar í kaffinu ekki hafa verið eins góðar og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins vildu meina við Vísi um helgina. Þó þeim hafi vissulega verið boðið kaffi eftir nokkra stund var tónlistin hækkuð í botn í salnum þegar þau mættu og fóru að spyrja ráðherrann spurninga sinna, hringt var á lögregluna og þau spurð hvort þeim þætti virkilega viðeigandi að mæta í kaffið. „Við sögðum að okkur þætti það viðeigandi, já, þegar þetta er opið kaffi sem Áslaug Arna heldur fyrir prófkjör. Og ég efast ekki um að flóttamennirnir sem voru þarna inni voru fólkið sem átti hve mest undir hennar ákvörðunum af öllum þarna. Þannig ef einhver átti erindi við hana þennan dag þá voru það þeir,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni í málefnum flóttamanna. Þrír flóttamenn á götunni vildu svör Hópurinn taldi um tíu manns en í honum voru meðal annars þrír þeirra fjórtán flóttamanna sem búa á götunni eftir að Útlendingastofnun ákvað að svipta þá allri þjónustu. „Það var málið sem við vorum að spyrja ráðherrann út í, ekki útlendingalöggjöfin eins og hún vildi meina heldur hvers vegna hún gripi ekki í taumana þegar stofnun á hennar vegum hefði hent þeim á götuna, hvort hún teldi það vera löglegt og hvort henni þætti þetta mannúðleg stefna.“ Vísir greindi frá því á laugardaginn að um tíu manna hópur hefði ruðst inn í kosningakaffi Áslaugar Örnu með símana á lofti til að spyrja hana út í málefni hælisleitenda. Af þeim gestum kaffisins sem Vísir heyrði frá mátti skilja að nokkuð fát hefði komið á gestina við uppákomuna. Í samtali við Vísi vildu þær Áslaug Arna og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, meina að atvikið hefði ekki verið svo óþægilegt, vel hefði verið tekið á móti hópnum og honum boðið kaffi eins og hverjum öðrum gestum. Engin afskipti lögreglu Sú var ekki alveg raunin að sögn Elínborgar: „Jú, jú, okkur var boðið kaffi þarna eftir smá tíma en þegar við mættum og fórum að spyrja Áslaugu út í þessi mál var tónlistin í salnum hækkuð í botn svo enginn heyrði neitt í neinum. Þegar við svo vildum fara að lækka tónlistina var okkur meinaður aðgangur að því.“ Þá hafi einhver á svæðinu greinilega hringt í lögregluna því þegar hluti hópsins fór fyrr úr kaffinu voru þar lögreglubílar fyrir utan. „En við vorum svo prúð að þeim hefur greinilega ekki þótt nein ástæða til að hafa afskipti af okkur,“ segir Elínborg. Hún tekur þó fram að Áslaug og Hildur hafi verið kurteisar við hópinn, það hafi aðallega verið aðrir gestir sem brugðust illa við heimsókninni. Sorglegt að heyra svör ráðherrans Hún segir tilgang heimsóknarinnar hafa verið þann að fara með flóttamennina þrjá sem búa á götunni til að fá svör frá ráðherranum um ákvarðanir Útlendingastofnunar. Eins og greint hefur verið frá ákvað stofnunin að svipta fjórtán flóttamenn allri þjónustu, fæði og húsnæði, sem neituðu að fara í Covid-19 próf þegar átti að senda þá úr landi til Grikklands. Elínborg segir svör ráðherrans hafa verið í þá átt að hún gæti ekki gripið inn í mál þessara flóttamanna því hún yrði að gæta jafnræðis. „Þar á hún við að nú þegar er búið að senda flóttamenn aftur til Grikklands sem voru boðnir þessir afarkostir og hún vildi þá meina að það væri ósanngjarnt fyrir þá ef stofnunin stæði ekki við hótanir sínar um að svipta menn þjónustu sem vildu ekki fara.“ Hún segir það hafa verið sorglegt að heyra manneskju sem hefur örlög þessara flóttamanna í höndum sér tala á þeim nótum að henni þætti það „jafnræði“ að henda þeim á götuna. „Þetta var ótrúlega skrýtið og sorglegt. Og þeir voru sorgmæddir eftir þessa heimsókn. Sögðu við okkur: Við vorum augljóslega ekki velkomnir þarna og þeim er sama um okkur.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Þó þeim hafi vissulega verið boðið kaffi eftir nokkra stund var tónlistin hækkuð í botn í salnum þegar þau mættu og fóru að spyrja ráðherrann spurninga sinna, hringt var á lögregluna og þau spurð hvort þeim þætti virkilega viðeigandi að mæta í kaffið. „Við sögðum að okkur þætti það viðeigandi, já, þegar þetta er opið kaffi sem Áslaug Arna heldur fyrir prófkjör. Og ég efast ekki um að flóttamennirnir sem voru þarna inni voru fólkið sem átti hve mest undir hennar ákvörðunum af öllum þarna. Þannig ef einhver átti erindi við hana þennan dag þá voru það þeir,“ segir Elínborg Harpa Önundardóttir, aðgerðasinni í málefnum flóttamanna. Þrír flóttamenn á götunni vildu svör Hópurinn taldi um tíu manns en í honum voru meðal annars þrír þeirra fjórtán flóttamanna sem búa á götunni eftir að Útlendingastofnun ákvað að svipta þá allri þjónustu. „Það var málið sem við vorum að spyrja ráðherrann út í, ekki útlendingalöggjöfin eins og hún vildi meina heldur hvers vegna hún gripi ekki í taumana þegar stofnun á hennar vegum hefði hent þeim á götuna, hvort hún teldi það vera löglegt og hvort henni þætti þetta mannúðleg stefna.“ Vísir greindi frá því á laugardaginn að um tíu manna hópur hefði ruðst inn í kosningakaffi Áslaugar Örnu með símana á lofti til að spyrja hana út í málefni hælisleitenda. Af þeim gestum kaffisins sem Vísir heyrði frá mátti skilja að nokkuð fát hefði komið á gestina við uppákomuna. Í samtali við Vísi vildu þær Áslaug Arna og Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, meina að atvikið hefði ekki verið svo óþægilegt, vel hefði verið tekið á móti hópnum og honum boðið kaffi eins og hverjum öðrum gestum. Engin afskipti lögreglu Sú var ekki alveg raunin að sögn Elínborgar: „Jú, jú, okkur var boðið kaffi þarna eftir smá tíma en þegar við mættum og fórum að spyrja Áslaugu út í þessi mál var tónlistin í salnum hækkuð í botn svo enginn heyrði neitt í neinum. Þegar við svo vildum fara að lækka tónlistina var okkur meinaður aðgangur að því.“ Þá hafi einhver á svæðinu greinilega hringt í lögregluna því þegar hluti hópsins fór fyrr úr kaffinu voru þar lögreglubílar fyrir utan. „En við vorum svo prúð að þeim hefur greinilega ekki þótt nein ástæða til að hafa afskipti af okkur,“ segir Elínborg. Hún tekur þó fram að Áslaug og Hildur hafi verið kurteisar við hópinn, það hafi aðallega verið aðrir gestir sem brugðust illa við heimsókninni. Sorglegt að heyra svör ráðherrans Hún segir tilgang heimsóknarinnar hafa verið þann að fara með flóttamennina þrjá sem búa á götunni til að fá svör frá ráðherranum um ákvarðanir Útlendingastofnunar. Eins og greint hefur verið frá ákvað stofnunin að svipta fjórtán flóttamenn allri þjónustu, fæði og húsnæði, sem neituðu að fara í Covid-19 próf þegar átti að senda þá úr landi til Grikklands. Elínborg segir svör ráðherrans hafa verið í þá átt að hún gæti ekki gripið inn í mál þessara flóttamanna því hún yrði að gæta jafnræðis. „Þar á hún við að nú þegar er búið að senda flóttamenn aftur til Grikklands sem voru boðnir þessir afarkostir og hún vildi þá meina að það væri ósanngjarnt fyrir þá ef stofnunin stæði ekki við hótanir sínar um að svipta menn þjónustu sem vildu ekki fara.“ Hún segir það hafa verið sorglegt að heyra manneskju sem hefur örlög þessara flóttamanna í höndum sér tala á þeim nótum að henni þætti það „jafnræði“ að henda þeim á götuna. „Þetta var ótrúlega skrýtið og sorglegt. Og þeir voru sorgmæddir eftir þessa heimsókn. Sögðu við okkur: Við vorum augljóslega ekki velkomnir þarna og þeim er sama um okkur.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Tengdar fréttir Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30 Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00 Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33
Palestínumanni vísað á götuna eða til Grikklands Palestínumaður, sem hefur verið synjað um hæli hér á landi, segist vilja búa á Íslandi með fjölskyldu sinni sem er enn á Gaza. Til stendur að senda hann aftur til Grikklands þar sem lögmaður segir aðstæður vera óboðlegar og mun verri en áður en faraldurinn skall á. 18. maí 2021 18:30
Útlendingastofnun getur ekki hætt að senda til Grikklands Útlendingastofnun telur sig algjörlega bundna af gildandi lögum sem hún fylgir í máli Palestínumannanna fjórtán sem voru sviptir allri þjónustu stofnunarinnar, húsnæði og fæði. Hún geti ekki tekið mál einstaklinganna til efnislegrar meðferðar því þeir hafi hlotið vernd í Grikklandi og staða faraldursins þar sé ekki nægileg ástæða til. 27. maí 2021 07:00
Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01