Helsingjavarp í Ölfusi vekur athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2021 20:05 Helsingi hefur nú komið sér upp 17 hreiðrum í eyjunni. Fuglarnir verða merktir í sumar og jafnvel settir sendar á þá. Arnór Þórir Sigfússon Öllum á óvörum hafa fundist sautján pör af helsingjum á eyju við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi en fuglinn hefur aldrei verpt á þeim stað áður. Fræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir þessum nýja varpstað. Kirkjuferja er bær í Sveitarfélaginu Ölfuss en þar fyrir neðan er Ölfusá og rétt við bæinn er eyja, sem hefur vakið athygli fuglafræðinga og annarra áhugamanna um fugla því þar eru allt í einu komnir helsingjar með hreiður, eitthvað sem mönnum hefði aldrei dottið í hug. Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra" gæsa sem fara um landið og eru á stærð við heiðagæs og blesgæs. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, segir varpið í eyjunni koma mjög á óvart.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Svo frétti ég frá glöggum veiðimönnum á Selfossi að þeir höfðu séð hérna hópa í ágúst, sem er óvenjulegt. Ég fór með þeim hingað í vor að leita og við fundum sautján pör hérna á eyjunni undan Kirkjuferju. Fuglinum líst greinilega mjög vel á sig í Ölfusi og hefur stoppað á leið sinni og séð að hér væri gott að vera og alveg óþarfi að vera að fljúga til Grænlands,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís. Arnór segir að hvert par komi oftast þremur til fjórum ungum upp en fuglinn parar sig fyrir lífstíð. En það eru fleiri fuglategundir í eyjunni. „Já, já, þetta er mjög skemmtileg eyja greinilega. Þar eru grágæsir, álft er þarna í varpi og svo verpa í eyjunni mávar talsvert, sílamávur, svartbakar, tjaldur og fleiri fuglar þegar maður kíkir þarna út í eyjuna,“ segir Arnþór. Arnór Þórir fylgist vel með fuglalífinu í eyjunni við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Fuglar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Kirkjuferja er bær í Sveitarfélaginu Ölfuss en þar fyrir neðan er Ölfusá og rétt við bæinn er eyja, sem hefur vakið athygli fuglafræðinga og annarra áhugamanna um fugla því þar eru allt í einu komnir helsingjar með hreiður, eitthvað sem mönnum hefði aldrei dottið í hug. Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra" gæsa sem fara um landið og eru á stærð við heiðagæs og blesgæs. Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís, segir varpið í eyjunni koma mjög á óvart.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Svo frétti ég frá glöggum veiðimönnum á Selfossi að þeir höfðu séð hérna hópa í ágúst, sem er óvenjulegt. Ég fór með þeim hingað í vor að leita og við fundum sautján pör hérna á eyjunni undan Kirkjuferju. Fuglinum líst greinilega mjög vel á sig í Ölfusi og hefur stoppað á leið sinni og séð að hér væri gott að vera og alveg óþarfi að vera að fljúga til Grænlands,“ segir Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðingur hjá Verkís. Arnór segir að hvert par komi oftast þremur til fjórum ungum upp en fuglinn parar sig fyrir lífstíð. En það eru fleiri fuglategundir í eyjunni. „Já, já, þetta er mjög skemmtileg eyja greinilega. Þar eru grágæsir, álft er þarna í varpi og svo verpa í eyjunni mávar talsvert, sílamávur, svartbakar, tjaldur og fleiri fuglar þegar maður kíkir þarna út í eyjuna,“ segir Arnþór. Arnór Þórir fylgist vel með fuglalífinu í eyjunni við bæinn Kirkjuferju í Ölfusi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Fuglar Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum