„Áhyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga“ Sylvía Hall skrifar 30. maí 2021 13:48 Víðir Reynisson segir kunnuglegt mynstur vera í smitun undanfarna daga. Staðan sé þó önnur en áður þar sem bólusetningar hafa gengið vel og margir bætist við í þann hóp næstu daga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir áhyggjuefni hversu margir greindust í gær og að enn séu smit að greinast utan sóttkvíar. Enn sé efniviður í hópsmit meðal ungs fólks sem ekki hefur verið bólusett, en vikan muni leiða í ljós hvort samkomur helgarinnar dragi dilk á eftir sér. Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví en sá sem greindist utan sóttkvíar er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að smitrakningu. Víðir segir ekki ólíklegt að einhver tenging finnist við þau smit sem greindust í vikunni en hún sé ekki ljós eins og er. Hann er þó áhyggjufullur yfir fjöldanum í ljósi þess að færri sýni eru tekin um helgar. „Það er áhyggjuefni hvað þetta eru mörg smit sem eru að greinast síðustu daga og að fá svona mörg smit á laugardegi er óvenjulegt því það eru miklu færri sýni tekin um helgar. Þetta er áhyggjuefni verð ég að segja – áhyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þau smit sem greinast utan sóttkvíar mögulega benda til þess að ekki sé búið að ná utan um þau smit sem hafa verið að dúkka upp síðustu daga. Það sé þróun sem þau hafi séð áður í aðdraganda hópsýkinga og klasamita, en staðan sé þó önnur en á fyrri stigum faraldursins. „Við erum auðvitað í annarri stöðu heldur en við höfum verið með fjölgun þeirra sem eru bólusettir. Við höfum áhyggjur af yngra fólkinu sem var mikið að skemmta sér um helgina, margir að útskrifast og mikil gleði í gangi. Hópsmit á auðveldan aðgang inn í þennan hóp því þar er sáralítill hluti bólusettur.“ Uppskera eftir júní Víðir segir þó ástæðu til bjartsýni, enda sé stór vika fram undan í bólusetningum og mikill fjöldi sem bætist því í hóp bólusettra. Því gæti skipt sköpum að fara varlega næstu vikur svo ekki komi bakslag í baráttuna. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis eru 31,1 prósent landsmanna fullbólusettir, 26,9 prósent búin að fá fyrri skammt og 2,2 prósent með mótefni vegna fyrra smits. Bólusetningar hafa gengið vel til þessa og búist er við því að þúsundir verði boðaðar til bólusetningar í vikunni.Embætti landlæknis „Ef þessar bólusetningar ganga vel eru kannski þrjár vikur í það að við séum búin að ná mjög stórum hluta af þessum unga hópi í fyrri sprautuna sem getur skipt verulega miklu máli,“ segir Víðir og bætir við að uppskeran geti verið ríkuleg. „Ef við tökum því aðeins rólega í júní og njótum þá júlí og ágúst betur, ég held að það sé markmið sem við ættum að setja okkur.“ Að sögn Víðis er þó fullkomlega skiljanlegt að fólk hafi leyft sér að fagna um helgina þó stutt sé síðan tilslakanir tóku gildi. Margir stórviðburðir hafi verið á dagskrá um helgina með tilheyrandi mannamótum, til að mynda útskriftir úr menntaskólum. Fólk vilji að sjálfsögðu fagna slíkum áfanga. „Maður skilur vel að sérstaklega nýstúdentar hafi viljað fagna vel í gær með vinum sínum. Maður skilur þetta alveg, en maður er samt pínu hræddur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. 29. maí 2021 13:22 Íslendingar taka fram úr Bandaríkjunum Íslendingar sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 eru orðnir hlutfallslega fleiri en sami hópur í Bandaríkjunum. 28. maí 2021 14:26 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og þar af voru fimm í sóttkví en sá sem greindist utan sóttkvíar er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og er unnið að smitrakningu. Víðir segir ekki ólíklegt að einhver tenging finnist við þau smit sem greindust í vikunni en hún sé ekki ljós eins og er. Hann er þó áhyggjufullur yfir fjöldanum í ljósi þess að færri sýni eru tekin um helgar. „Það er áhyggjuefni hvað þetta eru mörg smit sem eru að greinast síðustu daga og að fá svona mörg smit á laugardegi er óvenjulegt því það eru miklu færri sýni tekin um helgar. Þetta er áhyggjuefni verð ég að segja – áhyggjur okkar hafa ekki minnkað síðustu daga,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir þau smit sem greinast utan sóttkvíar mögulega benda til þess að ekki sé búið að ná utan um þau smit sem hafa verið að dúkka upp síðustu daga. Það sé þróun sem þau hafi séð áður í aðdraganda hópsýkinga og klasamita, en staðan sé þó önnur en á fyrri stigum faraldursins. „Við erum auðvitað í annarri stöðu heldur en við höfum verið með fjölgun þeirra sem eru bólusettir. Við höfum áhyggjur af yngra fólkinu sem var mikið að skemmta sér um helgina, margir að útskrifast og mikil gleði í gangi. Hópsmit á auðveldan aðgang inn í þennan hóp því þar er sáralítill hluti bólusettur.“ Uppskera eftir júní Víðir segir þó ástæðu til bjartsýni, enda sé stór vika fram undan í bólusetningum og mikill fjöldi sem bætist því í hóp bólusettra. Því gæti skipt sköpum að fara varlega næstu vikur svo ekki komi bakslag í baráttuna. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis eru 31,1 prósent landsmanna fullbólusettir, 26,9 prósent búin að fá fyrri skammt og 2,2 prósent með mótefni vegna fyrra smits. Bólusetningar hafa gengið vel til þessa og búist er við því að þúsundir verði boðaðar til bólusetningar í vikunni.Embætti landlæknis „Ef þessar bólusetningar ganga vel eru kannski þrjár vikur í það að við séum búin að ná mjög stórum hluta af þessum unga hópi í fyrri sprautuna sem getur skipt verulega miklu máli,“ segir Víðir og bætir við að uppskeran geti verið ríkuleg. „Ef við tökum því aðeins rólega í júní og njótum þá júlí og ágúst betur, ég held að það sé markmið sem við ættum að setja okkur.“ Að sögn Víðis er þó fullkomlega skiljanlegt að fólk hafi leyft sér að fagna um helgina þó stutt sé síðan tilslakanir tóku gildi. Margir stórviðburðir hafi verið á dagskrá um helgina með tilheyrandi mannamótum, til að mynda útskriftir úr menntaskólum. Fólk vilji að sjálfsögðu fagna slíkum áfanga. „Maður skilur vel að sérstaklega nýstúdentar hafi viljað fagna vel í gær með vinum sínum. Maður skilur þetta alveg, en maður er samt pínu hræddur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. 29. maí 2021 13:22 Íslendingar taka fram úr Bandaríkjunum Íslendingar sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 eru orðnir hlutfallslega fleiri en sami hópur í Bandaríkjunum. 28. maí 2021 14:26 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Við erum að sjá mynstur sem við höfum séð áður“ Enn er fólk að greinast með kórónuveiruna utan sóttkvíar. Yfirlögregluþjónn hefur áhyggjur af stöðunni þar sem ljóst er að smit sem kom til landsins þann 11. apríl hafi fengið að malla lengi í samfélaginu. 29. maí 2021 13:22
Íslendingar taka fram úr Bandaríkjunum Íslendingar sem hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við Covid-19 eru orðnir hlutfallslega fleiri en sami hópur í Bandaríkjunum. 28. maí 2021 14:26