Mótmælendur ruddust inn með spurningar til ráðherrans Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 22:46 Áslaug hélt kosningakaffi í Borgartúni í dag. instagram/Hildur Sverrisdóttir Gestum í kosningakaffi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra brá mörgum hverjum nokkuð í brún þegar hópur mótmælenda stormaði inn á viðburðinn og flykktist að ráðherranum með síma á lofti. Þar var hún spurð spjörunum úr um umdeilt frumvarp sitt um breytingar á útlendingalögum. „Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Það bara kom þarna hópur og ræddi við mig um útlendingamálin og ég svaraði spurningum þeirra og bauð þeim svo bara upp á kaffi eins og öðrum gestum,“ segir Áslaug í samtali við Vísi. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei, þau tóku bara upp samtalið á síma og ég svaraði öllum þeim spurningum sem að mér var beint.“ Kom eflaust flatt upp á marga Hópurinn taldi um tíu manns, sem þáðu boð Áslaugar eftir spurningaflóðið og settust niður með kaffibolla. Meðal þeirra var að minnsta kosti einn hælisleitandi. Áslaug telur að hópurinn hafi verið á kosningakaffinu í um klukkutíma en það hófst klukkan 15 í dag og stóð til klukkan 17. Áslaug býður sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir ræddi við gest nokkurn úr kaffinu sem sagði mótmælendurna hafa verið hressa með kaffi og kökur Áslaugar.aðsend Hópurinn tók síðan eftir Hildi Sverrisdóttur, aðstoðarmanni ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem var mætt á kosningakaffið en hún sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista flokksins í Reykjavík. Sneri fólkið sér þá að Hildi og hélt að henni grein sem hún hafði skrifað árið 2015 um að Ísland ætti að reyna að hjálpa eins mörgum flóttamönnum og hægt væri. Hún staðfestir þetta við Vísi: „Þau spurðu mig hvort ég stæði enn við þessa grein og jú, ég sagði þeim að ég gerði það. Að okkur bæri sjálfsögð skylda til að aðstoða fólk í neyð, að það væri skylda kerfisins að forgangsraða í þágu þeirra sem eru í mestri neyð og þar þurfi kerfið að gæta að jafnræði allra,“ sagði Hildur. „En auðvitað tekur öll sárt að heyra af aðstæðum hvers og eins í vondri stöðu,“ heldur hún áfram og segist hafa tekið fram við fólkið að henni þætti það vel gert hvað þau hefðu komið sínum sjónarmiðum málefnalega á framfæri. Spurð hvort henni hafi þótt uppákoman óþægileg segir hún: „Nei, nei en ég meina í svona kosningakaffi þegar það er fullt af fólki að fá sér köku og styðja sitt fólk í pólitík þá kom þetta eflaust flatt upp á marga.“ Umdeilt frumvarp Frumvarp Áslaugar um breytingar á útlendingalögum hefur verið harðlega gagnrýnt af mörgum. Það hefur nokkrum sinnum verið lagt fram, fyrst af Sigríði Á Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Í meginatriðum er frumvarpið viðbrögð við mikilli fjölgun umsækjenda um hæli á Íslandi og er því ætlað að hraða málsmeðferð þeirra sem hafa hlotið vernd í öðru Evrópuríki og hljóta almennt neikvæða niðurstöðu vegna þess hér á landi. Í því er einnig lagt til að nokkur ákvæði reglugerðar frá árinu 2017 til að draga úr fjölda umsókna frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja verði tekin upp í lögin.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Hælisleitendur Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira