Hámarkshraði rafhlaupahjóla gæti lækkað á vissum svæðum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. maí 2021 19:05 Enginn mun bruna niður Laugaveginn á rafhlaupahjóli ef tillögur hópsins ná fram að ganga. vísir/vilhelm Höfundum skýrslunnar Rafskútur og umferðaröryggi sem gerð var fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg telja æskilegt að hámarkshraði rafhlaupahjóla verði lækkaður á ákveðnum svæðum í borginni. Þeim þykir þá vel koma til greina að leyfa umferð hlaupahjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 kílómetrar á klukkustund. Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól. Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira
Hingað til hefur öll umferð rafhlaupahjóla á akbrautum verið bönnuð og aðeins verið leyfilegt að aka þeim á gangstéttum og hjólareinum. Víða erlendis þar sem ekki er mikið um hjólastíga er umferð þeirra á götum þó leyfð. Skýrsluhöfundunum finnst koma vel til greina að borgin leyfi umferð hjólanna á götum þar sem hámarkshraðinn er 30 eða lægri. Stafrænar girðingar Þá finnst þeim að nota ætti svokallaða stafræna girðingu til að lækka hraða rafhlaupahjóla á gangstéttum verslunargatna, þar sem margir gangandi vegfarendur eru á ferli. Eins og er mega þau ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Skýrsluhöfundarnir benda til dæmis á þá leið sem farin er í Kaupmannahöfn en þar er hámarkshraði hlaupahjólanna ekki nema 6 kílómetrar á klukkustund á göngugötum. Stafrænar girðingar eru þegar notaðar af hjólaleigunum með hjálp GPS-tækni til dæmis til að marka svæði þar sem bannað er að leggja hjólunum. Tæknin greinir þá ef hjólið er innan svæðis sem bannað er að leggja á og hindrar þann sem er á hjólinu í að gera það. Stafrænar girðingar hafa þó ekki verið notaðar til að hefta hraða hjólanna en möguleiki er á að það verði gert á næstunni. 13 ára aldurstakmark Rafhlaupahjólin hafa notið gríðarlega vinsælda í borginni síðustu ár. Hjólum í einkaeigu hefur fjölgað mikið og samkvæmt skýrslunni má nú finna rafhlaupahjól á rúmlega tíunda hverju heimili í Reykjavík, eða 12 prósent heimila. 44 prósent landsmanna segjast þá hafa prófað rafhlaupahjól. Aukinni notkun fylgja þó fleiri slys en sumarið 2020 leituðu 149 sér aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans eftir slys á rafhlaupahjóli. Stóran hluta slysanna mátti rekja til ofsaaksturs og aksturs undir áhrifum. 45 prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku voru undir 18 ára aldri. Ekkert aldurstakmark er á notkun rafhlaupahjóla á Íslandi eins og er en hópurinn vill láta skoða hvort ástæða sé til að setja lágmarksaldur á notkun þeirra, til dæmis í 13 ára sem er sami aldur og fyrir létt bifhjól.
Reykjavík Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Sjá meira