Kórónuveirufaraldurinn haft djúpstæð áhrif á vinnumarkaðinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 19:35 Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Vísir/Einar Árnason Kórónuveirufaraldurinn skilur eftir sig djúp sár á íslenskum vinnumarkaði og kemur meira niður á viðkvæmum hópum en í aðrar kreppur hér á landi, að mati ASÍ. Faraldurinn hafi leitt til umfangsmeira atvinnuleysis en áður hafi sést. Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Alþýðusamband Íslands birti í dag skýrslu sína um íslenskan vinnumarkað og þau áhrif sem covid hefur haft á atvinnulíf og afkomu launafólks. Þar kemur fram að þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur hafi reynst minni en óttast var í fyrstu hafi kreppan haft djúpstæð áhrif. „Covid hefur leitt til stigs atvinnuleysis á Íslandi sem við höfum ekki séð áður, umfangsmeira en í hruninu. Þessi atvinnumissir hefur komið verst niður á fólki sem var í lægri enda tekjudreifingarinnar og nú fer hópur langtíma atvinnulausra ört stækkandi,” segir Sara Öldudóttir, vinnumarkaðssérfræðingur hjá ASÍ. Atvinnuleysi hafi vissulega farið dvínandi en það sé áhyggjuefni að þriðjungur atvinnulausra hafi verið það í lengri tíma. „Á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins þá verður fólk að jafnaði fyrir 37 prósent tekjumissi miðað við fyrri tekjur. Það er að sjálfsögðu eilítið ólíkt á milli tekjuhópa á miðað við fyrri tekjur og tekjumissirinn er meiri á meðal þeirra sem voru með hærri tekjur. En tekjumissirinn er þó að lágmarki 25 prósent á fyrstu tólf mánuðum atvinnuleysisins” Kreppan hafi bitnað meira á tekjulágum, öfugt við það sem átti sér stað í bankahruninu. ASÍ hefur lagt fram tillögur til úrbóta sem fela meðal annars í sér umbætur atvinnuleysistrygginga og sérstaka ungmennatryggingu sem tryggir ungmennum ráðgjöf, störf og fleira. „Það er fyrirséð að Vinnumálastofnun mun gegna veigameira hlutverki í íslensku samfélagi í ljósi þessarar framtíðaráskorana, sem meðal annars felast í tæknibreytingum, örari breytingum á vinnumarkaði, auknu misrétti og meiri áhættu fyrir þá sem eru þegar jaðarsettir, svo sem innflytjendur og ungt fólk.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira