Þörf á 30 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 18:50 Þörf er á 3000 íbúðum á ári til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Byggja þarf um 30 þúsund nýjar íbúðir á næsta áratug til að anna húsnæðisþörf í landinu. Metár var í byggingu íbúða í fyrra en þrátt fyrir það hefur húsnæðisþörfin aukist. Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira