Skýra hvenær bera þarf grímu og hvenær ekki Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2021 21:52 Verulega var slakað á grímuskyldu þegar ný reglugerð um samkomutakmarkanir tók gildi í dag. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út frekari leiðbeiningar til að taka af tvímæli um hvernig grímuskyldu er háttað eftir að slakað var á sóttvarnaaðgerðum í dag. Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Verulega var slakað á reglum um grímuskyldu þegar ný reglugerð um takmarkanir á samkomum tók gildi á miðnætti. Þannig er ekki lengur grímuskylda í verslunum og á vinnustöðum. Grímuskylda er þó enn í gildi við tilteknar aðstæður og ræðst hún af því hvort hægt sé að halda nálægðarmörk. Farið er yfir hvenær ber að nota grímu og hvenær ekki á nýrri upplýsingasíðu ráðuneytisins þar sem helstu spurningum um grímunotkun er svarað. Þar kemur meðal annars fram að tveggja metra nálægðarmörk séu í gildi á samkomum sem falla ekki undir reglu um sitjandi viðburði, öllum vinnustöðum og allri annarri starfsemi, þar á meðal verslunum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Eins metra nálægðarmörk gilda í skólastarfi, á sitjandi viðburðum, á veitingastöðum og sund- og baðstöðum. Kennarar þurfa að nota grímu í samskiptum við nemendur þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðartakmörk en börn sem eru fædd árið 2005 og síðar þurfa ekki að nota grímu í grunnskólum. Í framhaldsskólum þurfa nemendur og kennarar að nota grímu þar sem ekki er hægt að halda metra fjarlægð, þar á meðal í verklegri kennslu, listkennslu og kennslu nemenda á starfsbrautum. Grímuskylda er áfram í almenningsamgöngum, leigubifreiðum og hópbifreiðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Sömuleiðis á hárgreiðslustofum, snyrtistofum, nuddstofum og sambærilegri starfsemi þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk. Einnig er grímuskylda á sitjandi viðburðum, þar á meðal á íþróttaviðburðum og í leikhúsum nema þegar fólk neytir drykkja eða neysluvöru og við athafnir trúar- og lífsskoðunarfélaga. Alls staðar þar sem ekki er gerð krafa um grímunotkun er hún enn valfrjáls.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18 Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12 Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
„Hver klukkustund gefur betur í kassann“ Veitingastaðir geta nú verið opnir klukkustund lengur en áður eftir að slakað var á sóttvarnareglum á miðnætti. Framkvæmdastjóri Petersen svítunnar í miðborg Reykjavíkur segir breytinguna skipta miklu fyrir reksturinn. 25. maí 2021 20:18
Flestir hafa kosið að vera grímulausir Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. 25. maí 2021 12:12
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01