Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2021 18:00 Halldór Jóhann var ekki sáttur með sína menn í dag. Vísir/Bára Dröfn Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira
Lokatölur 24-35 í mikilvægum leik fyrir hans menn sem eru í harðri baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við vorum bara virkilega slakir í dag, það verður bara að viðurkennast,“ sagði Halldór eftir leikinn. „Það er ekki hægt að segja að við verðum eftir þennan leik á fimmtudaginn. Við getum ekki skýlt okkur á bakvið það.“ „Þetta var bara mjög slakt í raun og veru alveg frá byrjun. Jú, jú, við jöfnum í 3-3 og eitthvað þarna eftir tíu mínútur en svo mjatla Haukarnir bara á sínum 16 leikmönnum og við vorum með mjög unga stráka í dag sem stóðu sig reyndar frábærlega þegar þeir komu inn á.“ „En þetta var bara erfitt og við höfðum ekki gæðin í dag til þess að ýta meira við Haukunum, það verðu bara að segjast alveg eins og er.“ Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins en Haukarnir tóku öll völd eftir það. Halldór segir að slæm skotnýting og of margir tapaðir boltar séu ástæða þess að sínir menn gátu ekki hangið lengur í gestunum. „Við erum bara með í kringum 40% skotnýtingu í leiknum, það er bara það sem fer með okkar leik. Það og allt of margir einfaldir tapaðir boltar í hendurnar á þeim sem þeir eru ekki að gera hinumegin. Það er stóri munurinn.“ „Við missum svolítið kjarkinn í fyrri hálfleik og erum kannski að sækja meira til hliðana heldur en beint á. Það var svolítið eins og við hefðum ekki kjark til að fara almennilega í færin.“ Selfyssingar heimsækja Gróttu í seinasta leik tímabilsins á fimmtudaginn og Halldór segir að liðið þurfi að gera miklu betur þar ef þeir ætla sér að vinna þann leik. „Með þessari framistöðu þá skíttöpum við líka fyrir Gróttu, það er alveg ljóst. Við þurfum að spila miklu betri leik.“ „Við spiluðum mjög góðan leik á móti Fram fyrir ekkert svo löngu síðan og fínar 45 mínútur á móti Haukum í bikarnum um daginn.“ „En þessi leikur, þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli. Með þessum leik þá hefðum við tapað fyrir hvaða liði sem er í deildinni. Sennilega líka ÍR.“ „Ég er bara hrikalega ósáttur því að við höfðum auðvitað tækifæri til þess að sækjast eftir öðru sætinu og við vissum að Haukarnir myndu ekki spila á sínu sterkasta liði í dag. Þess vegna er ég mjög svekktur að hafa ekki fengið meira út úr þessum leik. Vegna þess að með hagstæðum úrslitum annars staðar höfðum við tækifæri á að gera alvöru atlögu að öðru sæti. Við höfðum bara ekki kjark í það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla UMF Selfoss Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Haukar eru búnir að vinna níu leiki í röð í Olís-deild karla og eru nýbúnir að henda Selfossi út úr Coca Cola-bikarnum. 24. maí 2021 15:15