Ver Kepa mark Chelsea í úrslitum Meistaradeildar Evrópu? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2021 23:00 Kepa gæti staðið milli stanganna í leik Chelsea og Manchester City næstu helgi. EPA-EFE/Shaun Botterill Það gæti farið svo að Edouard Mendy, markvörður Chelsea, verði fjarri góðu gamni er Chelsea mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spánverjinn Kepa Arrizabalaga gæti því staðið vaktina er félögin mætast þann 29. maí. Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Englandsmeistarar Manchester City og Chelsea mætast á Estádio do Dragão-vellinum í Portúgal þann 29. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Aðalmarkvörður Chelsea, Mendy, fór meiddur af velli í hálfleik er Chelsea tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á lokadegi ensku úrvalsdeildarinnar. 9 - Édouard Mendy has kept 8 clean sheets in 11 Champions League games this season. No goalkeeper has ever kept nine in their debut campaign in the competition. Aim.@OptaAnalyst sat down with Mendy to discuss the data underpinning his great first season at @ChelseaFC. #CFC— OptaJoe (@OptaJoe) May 24, 2021 Það gæti farið svo að Mendy missi af úrslitaleiknum og Kepa fái tækifæri á nýjan leik. Sá spænski stóð milli stanganna er Chelsea tapaði úrslitum FA-bikarsins nýverið en það var aðeins 14. leikur hans á tímabilinu. Kepa hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea gerði hann að dýrasta markverði í heimi sumarið 2018 og var hann til að mynda ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir Evrópumótið í sumar. Nú gæti Kepa hins vegar fengið fullkomið tækifæri til að sýna alþjóð hvað í sér býr er Chelsea reynir að stöðva sigurgöngu Manchester City. Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, hefur hins vegar sagt að Lundúnaliðið muni gera allt sem það getur til að gera Mendy leikfæran. Þjóðverjinn hefur ýjað að því að Mendy verði orðinn leikfær um helgina. Chelsea manager Thomas Tuchel hints that Edouard Mendy will be ready for the Champions League final."The update is we have hope he joins training on Wednesday with the group. Images show that the injury is not too serious." pic.twitter.com/CLwMnj7aLF— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á laugardaginn, þann 29. maí, og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.00 en upphitun hefst klukkutíma fyrr. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira