Forvali fyrir bíl ársins lokið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. maí 2021 07:00 Frá prófunardegi BÍBB árið 2019. Vísir/KÁG Forvalsnefnd BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) hefur lokið forvali á bíl ársins. Listi yfir þá bíla sem komust í úrslit er í fréttinni. Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri. Bíll ársins Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent
Ekki fór fram val á bíl ársins í fyrra sökum kórónaveirufaraldursins. Í kjölfarið var tekinn ákvörðun um að færa valið aftur til vormánaða, enda blaðamenn spenntir að velja bíl ársins. Valið fór áður fram á vormánuðum en hafði farið fram á haustmánuðum undanfarin ár. Honda e í hleðslu. Bílar í úrslitum Í flokki minni fólksbíla komust tveir rafbílar í úrslit ásamt einum sem knúinn er af jarðefnaeldsneyti. Bílarnir eru: Opel Corsa E, Toyota Yaris, Honda ES Í flokki stærri fólksbílar komust Volkswagen ID-3, Peugeot e-2008 og Opel Mokka í útslit. Þar af eru tveir rafbílar og einn sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Sama er upp á teningnum í flokki minni jepplinga/jeppa, það er að tveir rafbílar komast í úrslit og einn tengiltvinnbíll. Bílarnir í úrslitum í flokknum eru: MG EHS PHEV, Skota Enyaq EV og Volkswagen ID-4. Land Rover Defender var valinn bíll ársins hjá TopGear. Í flokki stærri jepplinga/jeppa voru engir rafbílar. Þar eru í úrslitum Ford Explorer, Kia Sorento og Land Rover Defender. Lokaprófanir fara svo fram á næstu dögum til á ákvarða hvaða bíll hlýtur nafnbótina bíll ársins og hlýtur um leið hið eftirsótta stálstýri.
Bíll ársins Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent