Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 16:04 Landsréttur dæmdi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála ógildan. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda. Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira