Innlent

Steypusílóum verður breytt í gróðurhús

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Verðlaunateymið með borgarstjóra f.v. Maríus Þór Jónasson, hjá VSÓ, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, VSÓ, Kristbjörg María Guðmundsdóttir, MStudio, Björn Gunnlaugsson, Íslenskar fasteignar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Verðlaunateymið með borgarstjóra f.v. Maríus Þór Jónasson, hjá VSÓ, Sigríður Ósk Bjarnadóttir, VSÓ, Kristbjörg María Guðmundsdóttir, MStudio, Björn Gunnlaugsson, Íslenskar fasteignar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Vísir/Gísli Þór Gíslason

Steypustöðinni á Sævarhöfða verður umbreytt í veitingastaði og og nýsköpunarmiðstöð verði verðlaunatillaga sem kynnt var í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur að veruleika. Þá verða steypusíló á svæðinu gerð að gróðurhúsum.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun stefnu borgarinnar varðandi svokallað grænt húsnæði. Fram hefur komið borgin hyggst leggja til þróun­ar­reiti á Veðurstofureit, við Arnarbakka, Völvufell, Suðurfell, Suðurlandsbraut, Gufunesbrygg og Sævarhöfða 31. 

Borgin auglýsti eftir tillögum á síðasta ári fyrir Sævarhöfða 31. Skilyrðin voru að þverfaglegt teymi móti framtíðarsýn fyrir lóðina með það að meginmarkmiði að þar rísi fyrirmyndarbyggingar í sjálfbærni. Verkefnið er hluti af samstarfi borgarinnar við nær hundrað stórborgir gegn loftslagsbreytingum. 

Verðlaunatillaga fyrir Sævarhöfða var kynnt í morgun . Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður segir marga koma að tillögunni, norsk arkitektastofa, VSÓ ráðgjöf, Eik fasteignafélag, Íslenskar fasteignir, Mstudio Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands.

Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður.Vísir

„Nú er að hefjast uppbygging á bryggjuhverfi vestur eða hún er hafin þar.  Verðlaunatillagan sem var kynnt í dag gerir ráð fyrir að Sementsverksmiðjan sem er á svæðinu verði að fullu nýtt,“ segir Rebekka. 

Rebekka segir að tillagan geri ráð fyrir fullri nýtingu á sementsverksmiðju og sílóum sem eru þarna fyrir. 

Það verður ræktun, veitingastaðir, veitingaþjónusta, nýsköpun í sementsverksmiðjunni og svokölluð lóðræn ræktun eða lóðrænn landbúnaður í steypusílóunum, þau munu gegna eins konar hlutverki gróðurhúss.

Rebekka segir að mikill undirbúningur fyrir verkefnið fari fram á næstunni og erfitt að segja til um hvenær það verður endanlega tilbúið.

Verðlaunatillaga um Sævarhöfða 31 gerir ráð fyrir að steypusílóum verði breytt í gróðurhús og steypustöðinni í veitingastaði og nýsköpunarmiðstöð.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×