Benedikt vildi efsta sætið en var boðið það neðsta Eiður Þór Árnason skrifar 21. maí 2021 12:09 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, núverandi formaður Viðreisnar, tók við af Benedikt Jóhannessyni árið 2017. Viðreisn Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda og fyrrverandi formaður Viðreisnar, mun ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd bauð Benedikt, sem sóttist eftir að leiða einhvern lista flokksins á suðvesturhorninu, að taka neðsta sæti. „Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það,“ segir Benedikt í færslu á Facebook-síðu sinni og kveðst ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs. Benedikt hætti sem formaður Viðreisnar árið 2017 eftir að hann lét umdeild ummæli falla í kjölfar þess að ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð var slitið. Hefur hann ekki átt sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og hugnaðist að snúa aftur í haust. Nú er ljóst að lítið verður af þeim fyrirætlunum en hann segist þó hvergi hættur í pólitík. Í framboðstilkynningu sinni í september sagði Benedikt að Viðreisn hafi verið meginviðfangsefni hans frá árinu 2014. Muni ekki láta sitt eftir liggja „Ég taldi að í flokki sem legði áherslu á opið og gagnsætt ferli væri eðlilegast að efna til prófkjörs, þegar margir sæktust eftir að leiða lista. Ég lagði það til. Reykjavíkurráð flokksins valdi annan kost og uppstillingarnefnd valin,“ skrifar Benedikt í Facebook-færslu sinni þar sem hann tilkynnir ákvörðun sína. Segir hann að Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, hafi greint honum frá því síðastliðinn þriðjudag að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða formanninum fyrrverandi neðsta sætið. „Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja,“ segir Benedikt að lokum. Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Benedikt Jóhannesson reimar á sig kosningaskó og hvetur félaga í Viðreisn til dáða. 14. september 2020 11:48 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
„Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það,“ segir Benedikt í færslu á Facebook-síðu sinni og kveðst ósáttur með að ekki hafi verið efnt til prófkjörs. Benedikt hætti sem formaður Viðreisnar árið 2017 eftir að hann lét umdeild ummæli falla í kjölfar þess að ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð var slitið. Hefur hann ekki átt sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og hugnaðist að snúa aftur í haust. Nú er ljóst að lítið verður af þeim fyrirætlunum en hann segist þó hvergi hættur í pólitík. Í framboðstilkynningu sinni í september sagði Benedikt að Viðreisn hafi verið meginviðfangsefni hans frá árinu 2014. Muni ekki láta sitt eftir liggja „Ég taldi að í flokki sem legði áherslu á opið og gagnsætt ferli væri eðlilegast að efna til prófkjörs, þegar margir sæktust eftir að leiða lista. Ég lagði það til. Reykjavíkurráð flokksins valdi annan kost og uppstillingarnefnd valin,“ skrifar Benedikt í Facebook-færslu sinni þar sem hann tilkynnir ákvörðun sína. Segir hann að Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, hafi greint honum frá því síðastliðinn þriðjudag að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða formanninum fyrrverandi neðsta sætið. „Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja,“ segir Benedikt að lokum.
Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Benedikt Jóhannesson reimar á sig kosningaskó og hvetur félaga í Viðreisn til dáða. 14. september 2020 11:48 Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36 Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Benedikt Jóhannesson reimar á sig kosningaskó og hvetur félaga í Viðreisn til dáða. 14. september 2020 11:48
Benedikt ákvað sjálfur að stíga til hliðar: „Án hans hefði þessi flokkur ekki orðið til“ Þorgerður Katrín nýr formaður Viðreisnar segir að þessi ákvörðun Benedikts sé dæmigerð fyrir það hvernig hann hafi alla tíð látið sér annt um vöxt flokksins. 11. október 2017 18:36
Þorgerður Katrín er nýr formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýr formaður Viðreisnar. 11. október 2017 18:04
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent