Undanúrslit MSI hefjast á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. maí 2021 22:46 RNG og PSG Talon mætast í fyrri undanúrslitaviðureign MSI á morgun. Photo by Colin Young-Wolff/Riot Games, Inc. via Getty Image Undanúrslit MSI mótsins í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll hefjast á morgun. Liðin fjögur sem eftir eru, ásamt þjálfurum þeirra, sátu fyrir svörum blaðamanna í dag. Fyrri viðureign undanúrslitanna verður á milli RNG frá Kína og PSG Talon frá Hong Kong. Seinni viðureignin fer fram á laugardaginn, en þá mætast ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA frá Kóreu og MAD Lions frá Evrópu. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í sjálf úrslitin. RNG - PSG Talon PSG Talon frá Hong Kong hafa komið mörgum á óvart á MSI í ár. Þeir hafa meðal annars unnið RNG einu sinni í tveim leikjum á þessu móti. Þrátt fyrir það telja flestir að RNG vinni þessa viðureign. Cryin er midlaner RNG og hann segir það ekki breyta þeirra undirbúning þó að þeir séu taldir sigurstranglegri, og að þeir muni klárlega ekki vanmeta PSG Talon. „Mér persónulega finnst það ekki auka álagið þegar fólk býst við því að maður muni vinna,“ sagði Cryin. „Það sem að ég einbeiti mér að er að reyna að spila eins vel og ég get og standa mig vel, sama hver andstæðingurinn er.“ RNG hefur verið á miklu skriði seinustu misseri, og þjálfari liðsins, Wong „Tabe“ Pak Kan, telur að liðið geti náð enn lengra. „Ég er mjög þakklátur fyrir liðið mitt og leikmennina. Þeir leggja sig alltaf alla í þetta,“ sagði Tabe. „Við viljum halda áfram á sömu braut og halda í ástríðuna sem við höfum fyrir leiknum. Þannig munum við eiga bjarta framtíð.“ WELCOME TO THE #MSI2021 KNOCKOUT STAGE, @RNGROYAL! pic.twitter.com/5fgfLZ8ZX5— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 PSG Talon eiga erfitt verkefni fyrir höndum, en RNG er talið næst sigurstranglegasta lið mótsins. Fyrir mótið var PSG Talon fimmta líklegasta liðið til að vinna mótið samkvæmt veðbönkum. PSG Talon fara þó óhræddir inn í einvígið og midlaner þeirra, Maple, er fullur sjálfstrausts. „Ég held að við þekkjum RNG nokkuð vel. Við höfum verið að spila vel á þessu móti og ég hef mikla trú á því að við leggjum RNG af velli.“ Ef að PSG Talon tekst að slá út RNG þá telur River, sem spilar jungle fyrir PSG Talon, að þeir muni mæta MAD Lions í úrslitum. Þrátt fyrir að flestir myndu telja að ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA myndu bíða þeirra. „Við unnum MAD Lions einu sinni í milliriðlinum en töpuðum báðum leikjunum á móti DWG KIA þannig að það væri betra að mæta MAD Lions. Ég hef líka trú á því að þeir komist í úrslitin.“ „Þó að við mætum DWG KIA þá held ég að við eigum líka möguleika í þeirri viðureign.“ SEMIFINALS SECURED Their win over PGG qualifies @PSG_Talon for the #MSI2021 Knockout Stage! pic.twitter.com/JPxgJAeCUP— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 DWG KIA - MAD Lions MAD Lions fá það erfiða verkefni að kljást við ríkjandi heimsmeistara í DWG KIA í undanúrslitunum. Evrópsku meistararnir mæta fullir sjálfstrausts þrátt fyrir að hafa tapað báðum leikjunum gegn DWG KIA hingað til á mótinu. Carzzy, sem spilar ADC fyrir liðið, hefur fulla trú á því að þeir muni komast í úrslitin. „Ég er klárlega mjög bjartsýnn. Við unnum RNG í milliriðlinum og Bo5 [Best of five] er allt annað en að spila bara einn leik þannig að ég býst við miklu af okkur gegn DWG KIA í Bo5,“ sagði Carzzy. Flestir telja að DWG KIA séu sigurstranglegri í þessari viðureign, en þjálfari MAD Lions James „Mac“ MacCormack segir það ekki hafa áhrif á undirbúning liðsins. „Þó að aðrir telji okkur eiga minni möguleika en andstæðingar okkar, þá horfum við sjálfir ekki þannig á þessa viðureign,“ sagði Mac. „Þú getur ekki nálgast svona leiki með það hugarfar að þú búist við því að tapa.“ „Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við undirbúum okkur. Undirbúningurinn okkar er alltaf sá sami, sama hver andstæðingurinn er. Við skoðum þeirra styrkleika og veikleika gaumgæfilega og reynum að aðlaga okkur að þeim. Við reynum að vera vissir um að við spilum á okkar styrkleikum. Ef við getum spilað leikinn eins og við viljum, sérstaklega á móti liði eins og DWG KIA, þá finnst mér alls ekki eins og við ættum að teljast ólíklegri til að vinna.“ TOP 4 @MADLions_LoLEN secure the final spot in the #MSI2021 Knockout Stage! pic.twitter.com/HBKINtso4g— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 Eins og áður hefur komið fram er DWG KIA talið sigurstranglegasta lið mótsins. Ghost, sem spilar ADC fyrir liðið, segir að það hafi ekki truflað hann og hans liðsfélaga neitt. Hann segir þó að hann hafi búist við því frá upphafi móts að fara langt. „Ég hef ekki fundið fyrir aukinni pressu vegna þess að við erum taldir líklegastir til að vinna mótið,“ sagði Ghost. „Við höfum bara reynt að spila eins vel og við getum til að ná í góð úrslit. Þrátt fyrir það hef ég verið viss um frá fyrsta degi að við munum fara alla leið.“ Þar sem DWG KIA unnu milliriðilinn fengu þeir að velja sér andstæðing í undanúrslitum. Þjálfari liðsins, Kim „kkOma“ Jeong-gyun, segir að MAD Lions hafi orðið fyrir valinu af augljósum ástæðum. „Við tókum okkur góðan tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við mátum það svo miðað við okkar lið og önnur lið í undanúrslitunum að MAD Lions væri auðveldasti andstæðingurinn.“ FIRST PLACE FOR DK!@DWGKIA defeat @PentanetGG to secure the top spot in the Rumble Stage! #MSI2021 pic.twitter.com/wGlJX7G06n— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 Fyrri undanúrslitaviðureignin fer fram á morgun og sem fyrr verður hægt að fylgjast með henni á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:30. League of Legends Tengdar fréttir MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins. 18. maí 2021 23:00 Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram. 17. maí 2021 22:15 Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25 RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31 Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00 MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30 RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 Í beinni frá Laugardalshöllinni Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. 6. maí 2021 06:30 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
Fyrri viðureign undanúrslitanna verður á milli RNG frá Kína og PSG Talon frá Hong Kong. Seinni viðureignin fer fram á laugardaginn, en þá mætast ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA frá Kóreu og MAD Lions frá Evrópu. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í sjálf úrslitin. RNG - PSG Talon PSG Talon frá Hong Kong hafa komið mörgum á óvart á MSI í ár. Þeir hafa meðal annars unnið RNG einu sinni í tveim leikjum á þessu móti. Þrátt fyrir það telja flestir að RNG vinni þessa viðureign. Cryin er midlaner RNG og hann segir það ekki breyta þeirra undirbúning þó að þeir séu taldir sigurstranglegri, og að þeir muni klárlega ekki vanmeta PSG Talon. „Mér persónulega finnst það ekki auka álagið þegar fólk býst við því að maður muni vinna,“ sagði Cryin. „Það sem að ég einbeiti mér að er að reyna að spila eins vel og ég get og standa mig vel, sama hver andstæðingurinn er.“ RNG hefur verið á miklu skriði seinustu misseri, og þjálfari liðsins, Wong „Tabe“ Pak Kan, telur að liðið geti náð enn lengra. „Ég er mjög þakklátur fyrir liðið mitt og leikmennina. Þeir leggja sig alltaf alla í þetta,“ sagði Tabe. „Við viljum halda áfram á sömu braut og halda í ástríðuna sem við höfum fyrir leiknum. Þannig munum við eiga bjarta framtíð.“ WELCOME TO THE #MSI2021 KNOCKOUT STAGE, @RNGROYAL! pic.twitter.com/5fgfLZ8ZX5— LoL Esports (@lolesports) May 17, 2021 PSG Talon eiga erfitt verkefni fyrir höndum, en RNG er talið næst sigurstranglegasta lið mótsins. Fyrir mótið var PSG Talon fimmta líklegasta liðið til að vinna mótið samkvæmt veðbönkum. PSG Talon fara þó óhræddir inn í einvígið og midlaner þeirra, Maple, er fullur sjálfstrausts. „Ég held að við þekkjum RNG nokkuð vel. Við höfum verið að spila vel á þessu móti og ég hef mikla trú á því að við leggjum RNG af velli.“ Ef að PSG Talon tekst að slá út RNG þá telur River, sem spilar jungle fyrir PSG Talon, að þeir muni mæta MAD Lions í úrslitum. Þrátt fyrir að flestir myndu telja að ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA myndu bíða þeirra. „Við unnum MAD Lions einu sinni í milliriðlinum en töpuðum báðum leikjunum á móti DWG KIA þannig að það væri betra að mæta MAD Lions. Ég hef líka trú á því að þeir komist í úrslitin.“ „Þó að við mætum DWG KIA þá held ég að við eigum líka möguleika í þeirri viðureign.“ SEMIFINALS SECURED Their win over PGG qualifies @PSG_Talon for the #MSI2021 Knockout Stage! pic.twitter.com/JPxgJAeCUP— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 DWG KIA - MAD Lions MAD Lions fá það erfiða verkefni að kljást við ríkjandi heimsmeistara í DWG KIA í undanúrslitunum. Evrópsku meistararnir mæta fullir sjálfstrausts þrátt fyrir að hafa tapað báðum leikjunum gegn DWG KIA hingað til á mótinu. Carzzy, sem spilar ADC fyrir liðið, hefur fulla trú á því að þeir muni komast í úrslitin. „Ég er klárlega mjög bjartsýnn. Við unnum RNG í milliriðlinum og Bo5 [Best of five] er allt annað en að spila bara einn leik þannig að ég býst við miklu af okkur gegn DWG KIA í Bo5,“ sagði Carzzy. Flestir telja að DWG KIA séu sigurstranglegri í þessari viðureign, en þjálfari MAD Lions James „Mac“ MacCormack segir það ekki hafa áhrif á undirbúning liðsins. „Þó að aðrir telji okkur eiga minni möguleika en andstæðingar okkar, þá horfum við sjálfir ekki þannig á þessa viðureign,“ sagði Mac. „Þú getur ekki nálgast svona leiki með það hugarfar að þú búist við því að tapa.“ „Þetta hefur engin áhrif á það hvernig við undirbúum okkur. Undirbúningurinn okkar er alltaf sá sami, sama hver andstæðingurinn er. Við skoðum þeirra styrkleika og veikleika gaumgæfilega og reynum að aðlaga okkur að þeim. Við reynum að vera vissir um að við spilum á okkar styrkleikum. Ef við getum spilað leikinn eins og við viljum, sérstaklega á móti liði eins og DWG KIA, þá finnst mér alls ekki eins og við ættum að teljast ólíklegri til að vinna.“ TOP 4 @MADLions_LoLEN secure the final spot in the #MSI2021 Knockout Stage! pic.twitter.com/HBKINtso4g— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 Eins og áður hefur komið fram er DWG KIA talið sigurstranglegasta lið mótsins. Ghost, sem spilar ADC fyrir liðið, segir að það hafi ekki truflað hann og hans liðsfélaga neitt. Hann segir þó að hann hafi búist við því frá upphafi móts að fara langt. „Ég hef ekki fundið fyrir aukinni pressu vegna þess að við erum taldir líklegastir til að vinna mótið,“ sagði Ghost. „Við höfum bara reynt að spila eins vel og við getum til að ná í góð úrslit. Þrátt fyrir það hef ég verið viss um frá fyrsta degi að við munum fara alla leið.“ Þar sem DWG KIA unnu milliriðilinn fengu þeir að velja sér andstæðing í undanúrslitum. Þjálfari liðsins, Kim „kkOma“ Jeong-gyun, segir að MAD Lions hafi orðið fyrir valinu af augljósum ástæðum. „Við tókum okkur góðan tíma í að velta þessu fyrir okkur. Við mátum það svo miðað við okkar lið og önnur lið í undanúrslitunum að MAD Lions væri auðveldasti andstæðingurinn.“ FIRST PLACE FOR DK!@DWGKIA defeat @PentanetGG to secure the top spot in the Rumble Stage! #MSI2021 pic.twitter.com/wGlJX7G06n— LoL Esports (@lolesports) May 18, 2021 Fyrri undanúrslitaviðureignin fer fram á morgun og sem fyrr verður hægt að fylgjast með henni á Stöð 2 eSport frá klukkan 12:30.
League of Legends Tengdar fréttir MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins. 18. maí 2021 23:00 Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram. 17. maí 2021 22:15 Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25 RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31 Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00 MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30 RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32 Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01 Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31 Í beinni frá Laugardalshöllinni Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. 6. maí 2021 06:30 MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport
MAD Lions og PSG Talon tryggðu sig í undanúrslit MSI Seinasti dagur milliriðilsins á MSI sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag. Cloud9 þurfti að treysta á að hvorki MAD Lions né PSG Talon myndi vinna leik í dag til að eiga möguleika á að stela sæti í undanúrslitum. Vonir þeirra urðu þó að engu áður en þeir spiluðu fyrsta leik dagsins. 18. maí 2021 23:00
Pentanet.GG náði í sinn fyrsta sigur en er úr leik á MSI Sex leikir fóru fram á næst seinasta degi milliriðilsins á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. DWG KIA gulltryggði sæti sitt í undanúrslitum og Pentanet.GG á ekki lengur möguleika á að komast áfram. 17. maí 2021 22:15
Fyrsta tap RNG á MSI og mikilvægur fyrsti sigur Cloud9 Cloud9 náði loksins í sinn fyrsta sigur í milliriðli MSI þegar þeir mættu Pentanet.GG í uppgjöri botnliðanna. PSG Talon tókst það sem engum öðrum hefur tekist á MSI þegar þeir unnu RNG. 16. maí 2021 23:00
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir annan dag milliriðilsins á MSI Cloud9 tapaði báðum leikjunum sínum á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag og eru enn án sigurs í milliriðlinum. RNG heldur sigrugöngu sinni áfram og eru ósigraðir í öllum 12 leikjum sínum. 15. maí 2021 22:25
RNG enn ósigraðir á MSI Fyrsti dagur milliriðilsins fór fram á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll í dag. RNG sigraði báða leiki sína, og eru því ósigraðir í tíu leikjum. 14. maí 2021 22:31
Cloud9 og DWG KIA seinustu liðin til að tryggja sig í næstu umferð MSI Seinasti dagur riðlakeppninnar á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll fór fram í dag þegar C-riðill kláraðist. Cloud9 snéri gengi sínu við og tryggði sig áfram í næstu umferð ásamt heimsmeisturunum í DWG KIA. 11. maí 2021 23:00
MAD Lions sigraði B-riðil þrátt fyrir óvænt tap í byrjun dags Í dag kláraðist B-riðill MSI mótsins í League of Legends í Laugardalshöll. MAD Lions og PSG Talon þóttu líklegust til að fara upp úr þessum riðli og það var nákvæmlega það sem gerðist. 10. maí 2021 22:30
RNG taplausir og í fyrsta skipti sem ástralskt lið fer upp úr riðli á alþjóðlegu móti Það var nóg um að vera á MSI mótinu í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll um helgina. Keppni í A-riðli er lokið, en Royal Never Give Up, eða RNG, kláruðu sinn riðil með átta sigrum í jafn mörgum leikjum. Með þeim upp úr riðlinum fara Pentanet.GG, en þetta er í fyrsta sinn sem ástralskt lið kemst áfram á alþjóðlegu móti. 9. maí 2021 22:32
Cloud9 í erfiðri stöðu eftir óvænt tap á öðrum degi MSI Annar dagur MSI í League of Legends fór fram í Laugardalshöll í gær. Cloud9 frá Bandaríkjunum eru komnir í erfiða stöðu eftir óvænt tap gegn DetonatioN FousMe frá Japan, og hafa nú tapað fyrstu tveim leikjum sínum. 8. maí 2021 08:01
Allt eftir bókinni á fyrsta degi MSI Það urðu engin óvænt úrslit þegar Mid Season Invitational í League of Legends fór af stað í Laugardalshöllinni í dag. Ríkjandi heimsmeistarar opnuðu mótið með sannfærandi sigri gegn fulltrúum LCS, Cloud 9. 6. maí 2021 23:31
Í beinni frá Laugardalshöllinni Stöð 2 eSport mun sýna frá öllum keppnisdögum MSI mótsins sem fer fram í Laugardalshöll en þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið. 6. maí 2021 06:30
MSI hefst á morgun: Heimsmeistararnir ríða á vaðið MSI, eða Mid Season Invitational mótið í League of Legends hefst á morgun, en mótið er haldið í Laugardalshöll hér í Reykjavík. Þetta er í sjötta sinn sem mótið er haldið og hingað til lands eru mætt nokkur af bestu liðum heims. 5. maí 2021 22:31