Golfkastarar hafa mesta trú á Johnson og Schauffele á PGA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:31 Dustin Johnson þykir líklegur til afreka á PGA meistaramótinu í golfi sem hefst í dag. getty/Maddie Meyer Sigmundur Einar Másson og Þórður Rafn Gissurarson, stjórnendur Golfkastsins, telja Dustin Johnson og Xander Schauffele líklegasta til afreka á PGA meistaramótinu sem hefst í dag. Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sigmundur og Þórður hituðu ítarlega upp fyrir PGA meistaramótinu í síðasta þætti Golfcastsins og ræddu meðal annars um líklega sigurvegara. „Ég ætla að taka augljósasta kostinn og velja Dustin Johnson,“ sagði Sigmundur. „Þetta er slungið en ég ætla aftur að taka Xander Schauffele eins og á Masters. Hann byrjaði þá ekkert sérstaklega vel en kom ágætlega til baka.“ Sigmundur hefur einnig ágætis trú á Rory McIlroy þótt hann sé ekki sammála mati veðbanka að hann sé sigurstranglegastur á PGA meistaramótinu. McIlroy hefur ekki unnið risamót síðan 2014. Þórður kveðst einnig vongóður fyrir hönd Spánverjans Jons Rahm sem á enn eftir að vinna risamót á ferlinum. „Hann er alltaf flottur og sýndi það bara á Masters. Þótt hann hafi verið nýbúinn að eignast barn spilaði hann ógeðslega vel síðasta daginn og var með lægsta hringinn. Hann getur alltaf kveikt á sér á stórmótum og spilar eiginlega alltaf vel,“ sagði Þórður. Þeir Sigmundur nefndu einnig kylfinga sem gætu komið á óvart á PGA meistaramótinu. „Ég held að ég fari í Lanto Griffin,“ sagði Sigmundur en Þórður nefndi Joel Dahmen. „Það væri geggjað ef hann gerði einhverjar rósir. Hann slær reyndar ekkert sérstaklega langt og þessi völlur hentar honum örugglega ekki vel. En það verður gaman að sjá hvernig að hann kemur út úr því,“ sagði Þórður. Að þessu sinni fer PGA meistaramótið fram á Kiawah Island vellinum sem er lengsti völlur sem leikið hefur verið á risamóti. Bein útsending frá fyrsta degi PGA meistaramótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira