Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 19:35 Mótmælendur stóðu fyrir utan Seðlabankann og sneru að Hörpunni. Ekki var hægt að komast nær byggingunni vegna varnargirðingar lögreglunnar. vísir/aðsend Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira