Mótmæla stefnu stórveldanna á meðan ráðherrarnir funda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 19:35 Mótmælendur stóðu fyrir utan Seðlabankann og sneru að Hörpunni. Ekki var hægt að komast nær byggingunni vegna varnargirðingar lögreglunnar. vísir/aðsend Á meðan utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna, Sergei Lavrov og Antony Blinken, funda í Hörpu munu mótmæli fara fram fyrir utan bygginguna á vegum Samtaka hernaðarandstæðinga. Ýmis félagasamtök hafa í dag sent frá sér áskorun til stórveldanna um að láta af andstöðu sinni við sáttmála Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum og undirrita hann sem fyrst. Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Mótmælafundurinn hefst klukkan 20 í kvöld og munu þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flytja ávörp. Búið er að girða af svæðið fyrir utan Hörpu vestan Kalkofnsvegar og fer mótmælafundurinn því fram hinum megin götunnar, fyrir utan Seðlabankann. Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði mótmælendurna.vísir/aðsend Þessi fyrsti fundur utanríkisráðherranna fer fram í Hörpunni en þeir eru báðir staddir á landinu vegna fundar Norðurskautsráðsins sem fer fram á morgun en þar munu Rússar taka við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Ekki er vitað hver tilgangur fundarins er nákvæmlega en ljóst er að kollegarnir munu hafa um ýmislegt að ræða. Það hefur andað ansi köldu á milli stórveldanna undanfarið eftir aukinn hernað Rússa við landamæri Úkraínu og hafa Bandaríkjamenn meðal annars gripið til viðskiptaþvingana gegn þeim. Kjarnorkuvopn í kafbátum á norðurslóðum Í yfirlýsingu hinna ýmsu félagasamtaka er bent á að einn megintilgangur Norðurlandaráðs sé að stuðla að friðsamlegum samskiptum ríkja heims á norðurslóðum og að vinna gegn vígvæðingu og hernaðarumsvifum. Bandaríkin og Rússland eru þau tvö ríki sem eiga meginþorrann af kjarnorkuvopnum heimsins. Guttormur Þorsteinsson er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, sem stóðu fyrir fundinum.vísir/aðsend „Hluti þessa vopnabúrs er geymdur um borð í kafbátum sem sigla um heimsins höf, þar á meðal í viðkvæmri náttúru norðurslóða. Ljóst er að slys tengt slíkum kafbátum gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir umhverfi og líf íbúa svæðisins,“ segir í yfirlýsingunni. Félagasamtökin sem setja nafn sitt við áskorunina eru: Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Alda lýðræðisfélag Alþýðusamband Íslands Barnaheill Íslandsdeild Amnesty International Kvenréttindafélag Íslands Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök hernaðarandstæðinga Soka Gakkai International á Íslandi Öryrkjabandalagið
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Hernaður Kjarnorka Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira