Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 19. maí 2021 18:48 Guðlaugur Þór Þórðarson og Sergei Lavrov klessa hann fyrir sögulegan fund Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu. Utanríkisráðuneytið Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót. Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót.
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01
Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53