Gert að sanna að þau séu hætt að vakta lóð nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2021 13:20 Notast var við svokallaðar hálfkúlumyndavélar. Vísir/Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun íbúa sem voru með eftirlitsmyndavélar framan á húsi sínu og í bakgarði hafi verið óheimil samkvæmt persónuverndarlögum. Skjáskot úr myndavélunum sýndu að sjónsvið þeirra náði út á svæði á almannafæri og á yfirráðasvæði nágranna. Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár. Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Persónuvernd segir að íbúum sé almennt heimilt að vakta sitt yfirráðasvæði og jafnvel út fyrir það að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þó hafi ekki verið sýnt fram á slíka nauðsyn til að ná fram tilgangi vöktunarinnar í þessu tilfelli og því talið að vöktunin, með því sjónsviði sem hún tæki til, væri óheimil. Voru íbúunum veitt fyrirmæli um að láta af vöktun á almannafæri og yfirráðasvæði annarra. Skal staðfesting á því að farið hafi verið að þessum fyrirmælum berast Persónuvernd eigi síðar en 31. maí næstkomandi. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í nóvember 2019 frá nágranna í næsta húsi sem taldi að vöktun umræddra íbúa næði til lóðar sinnar. Um væri að ræða svokallaðar hálfkúlumyndavélar sem útilokað væri að vita hvert sé beint og þar af leiðandi hvert sjónsviðið sé. Settar upp í öryggisskyni Í svari Securitas hf., sem er þjónustuaðili umrædds myndavélakerfis, til Persónuverndar kom fram að viðskiptavinir fyrirtækisins geti breytt sjónarhorni myndavélanna, sett upp reglur um vistun myndbrota og hlaðið niður myndbroti hvenær sem er. Við nánari skoðun kom í ljós að sjónsvið myndavélanna náði út á svæði á almannafæri og eins á yfirráðasvæði annars nágranna líkt og áður segir en þó ekki á lóð kvartanda, að því er segir í úrskurði stofnunarinnar. Í svari íbúanna sem kvörtunin beindist að til Persónuverndar kom fram að eftirlitsmyndavélarnar tvær hafi verið settar upp í öryggisskyni til að varna skemmdarverkum og þjófnaði. Þremur hjólum í eigu ábyrgðaraðila hafi verið stolið við inngang hússins og skemmdir unnar á eignum í bakgarði. Þá var einnig vísað til þess að innbrot og þjófnaður hafi aukist í hverfinu undanfarin ár.
Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira