8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 20:05 Helgi Fannar, 8 ára tilvonandi sauðfjárbóndi með Hrútaskrána, sem hann les spjaldanna á milli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans. Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira